Van Dijk íhugaði Real - Anderson til í að fara til United - Sancho má fara frítt - Real ætlar að selja Vinicius
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   sun 13. september 2020 19:26
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Addi Grétars: KA er klárlega lið sem vill meira
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sveinn Margeir í baráttunni gegn Val fyrr í sumar.
Sveinn Margeir í baráttunni gegn Val fyrr í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér líður mjög vel og ég held öllum KA-mönnum. Það er léttir að sækja þessi þrjú stig, þetta er búin að vera ansi mörg jafntefli. Mér fannst þetta verðskuldað miðað við færin í þessum leik," sagði Arnar Grétarsson, þjálfari KA, eftir sigur á Fylki á heimavelli í dag.

Lestu um leikinn: KA 2 -  0 Fylkir

KA hefur ekki tapað heimaleik síðan 23. júní í fyrra í deildinni. Af hverju er KA með svona öflugt vígi á heimavelli?

„Það er góð spurning. Það er stundum athyglisvert að sjá muninn á liðum úti og heima. Það er mjög gott að þetta sé alvöru vígi hér heima því við þurfum á því að halda. En auðvitað ef menn ætla sér einhverja hluti þá þarf að sækja stig líka á útivelli. KA er klárlega lið sem vill meira og ég held að strákarnir séu þar - þeir vilja og geta meira. Við þurfum svolítið af stigum í viðbót til að komast í baráttu aðeins ofar."

Fréttaritari vildi meina að Fylki hefði sótt talsvert meira í fyrri hálfleiknum en KA leiddi með tveimur mörkum í leikhléi.

„Ég man nú varla eftir opnum færum hjá þeim. Það vorum við sem vorum að fá dauðafærin og það er það sem fótbolti gengur út á. Það snýst ekki um að halda boltanum mest. Við skoruðum þessi tvö góð mörk og hefðum getað gert meira. Það er alltaf í 2-0 þetta svokallaða þriðja mark, það gerði svo stöðuna aðeins erfiðari að verða manni færi en mér fannst við bregðast mjög vel við og þeir varla sköpuðu sér færi í stöðunni 11 á móti 10."

Hefði getað kostað okkur
Sveinn Margeir Hauksson fékk að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt fyrir leikaraskap á 55. mínútu. Hvað fannst Arnari um þann dóm?

„Ég tjái mig yfirleitt ekki um einhverja dóma en ég var að heyra það að það hafi klárlega verið farið í hann. Ef það er svo þá er það miður. Ég veit að Jóhann [dómari leiksins] er að gera sitt besta. Það sem er blóðugt er að þetta hefði getað kostað okkur. Við breytum því ekki úr þessu," sagði Arnar.

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan. Þar er Arnar spurður út í markaskorarana sem skoruðu sín fyrstu deildarmörk í sumar og U21 landsliðshópinn síðasta.
Athugasemdir
banner
banner