Þrír mega fara frá Man Utd - Barcelona ætlar að styrkja framlínuna - Stiller áfram orðaður við Real Madrid
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
banner
   sun 13. september 2020 19:26
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Addi Grétars: KA er klárlega lið sem vill meira
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sveinn Margeir í baráttunni gegn Val fyrr í sumar.
Sveinn Margeir í baráttunni gegn Val fyrr í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér líður mjög vel og ég held öllum KA-mönnum. Það er léttir að sækja þessi þrjú stig, þetta er búin að vera ansi mörg jafntefli. Mér fannst þetta verðskuldað miðað við færin í þessum leik," sagði Arnar Grétarsson, þjálfari KA, eftir sigur á Fylki á heimavelli í dag.

Lestu um leikinn: KA 2 -  0 Fylkir

KA hefur ekki tapað heimaleik síðan 23. júní í fyrra í deildinni. Af hverju er KA með svona öflugt vígi á heimavelli?

„Það er góð spurning. Það er stundum athyglisvert að sjá muninn á liðum úti og heima. Það er mjög gott að þetta sé alvöru vígi hér heima því við þurfum á því að halda. En auðvitað ef menn ætla sér einhverja hluti þá þarf að sækja stig líka á útivelli. KA er klárlega lið sem vill meira og ég held að strákarnir séu þar - þeir vilja og geta meira. Við þurfum svolítið af stigum í viðbót til að komast í baráttu aðeins ofar."

Fréttaritari vildi meina að Fylki hefði sótt talsvert meira í fyrri hálfleiknum en KA leiddi með tveimur mörkum í leikhléi.

„Ég man nú varla eftir opnum færum hjá þeim. Það vorum við sem vorum að fá dauðafærin og það er það sem fótbolti gengur út á. Það snýst ekki um að halda boltanum mest. Við skoruðum þessi tvö góð mörk og hefðum getað gert meira. Það er alltaf í 2-0 þetta svokallaða þriðja mark, það gerði svo stöðuna aðeins erfiðari að verða manni færi en mér fannst við bregðast mjög vel við og þeir varla sköpuðu sér færi í stöðunni 11 á móti 10."

Hefði getað kostað okkur
Sveinn Margeir Hauksson fékk að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt fyrir leikaraskap á 55. mínútu. Hvað fannst Arnari um þann dóm?

„Ég tjái mig yfirleitt ekki um einhverja dóma en ég var að heyra það að það hafi klárlega verið farið í hann. Ef það er svo þá er það miður. Ég veit að Jóhann [dómari leiksins] er að gera sitt besta. Það sem er blóðugt er að þetta hefði getað kostað okkur. Við breytum því ekki úr þessu," sagði Arnar.

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan. Þar er Arnar spurður út í markaskorarana sem skoruðu sín fyrstu deildarmörk í sumar og U21 landsliðshópinn síðasta.
Athugasemdir
banner
banner