Munoz, Gallagher og Adams orðaðir við Man Utd - Man City vill fá Marc Guehi
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
   sun 13. september 2020 16:46
Kristófer Jónsson
Rúnar Páll: Höfum oft spilað betur
Rúnar Páll og Óli geta verið sáttir með þrjú stig.
Rúnar Páll og Óli geta verið sáttir með þrjú stig.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, var að vonum sáttur eftir 2-1 sigur sinna manna gegn KR í dag. KR leiddi leikinn 1-0 þegar að fimm mínútur voru eftir en þá skoruðu Stjörnumenn tvö mörk.

„Ég er hrikalega stoltur af okkur að koma svona til baka. Við höfum oft spilað betur. Við vorum seinir í fyrsta og annan bolta og héldum illa í hann. Svo gerum við skiptingar og það gekk vel upp og við skorum tvö frábær mörk." sagði Rúnar Páll eftir leikinn.

Lestu um leikinn: KR 1 -  2 Stjarnan

Guðjón Baldvinsson skoraði sigurmark Stjörnunnar í dag en hann byrjaði á bekknum í dag. Óli Valur lagði upp markið en hann kom einnig inn af bekknum.

„Það er frábært fyrir Guðjón að koma svona sterkur inn. Hann hefur því miður ekki komið eins sterkur inn þegar að hann hefur komið inná fyrr í sumar en hann breytti leiknum í dag."

Framundan hjá Stjörnunni er leikur gegn Val og þar á eftir gegn Breiðablik, en þessi lið gera öll athlögu að Íslandsmeistaratitilinum.

„Við hugsum bara um næsta leik sem er Valur heima sem að er verðugt verkefni. Við þurfum að eiga okkar besta leik til að sækja þrjú stig." sagði Rúnar Páll að lokum.

Nánar er rætt við Rúnar Pál í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner
banner