La Gazzetta dello Sport greinir frá því að Juventus hafi þegar fryst samning Paul Pogba og myndi spara um 30 milljónir evra ef Frakkinn er fundinn sekur um brot á lyfjareglum en þá getur félagið rift samningnum.
Samkvæmt reglum á Ítalíu geta félög fryst samninga leikmanna sem geta ekki spilað eftir að hafa fallið á lyfjaprófi og þurfa þá ekki að standa við launagreiðslur.
Juventus hefur nýtt sér þennan rétt en Pogba hefur aðeins spilað 213 mínútur síðan hann kom aftur til Tórínó 2022.
Samkvæmt reglum á Ítalíu geta félög fryst samninga leikmanna sem geta ekki spilað eftir að hafa fallið á lyfjaprófi og þurfa þá ekki að standa við launagreiðslur.
Juventus hefur nýtt sér þennan rétt en Pogba hefur aðeins spilað 213 mínútur síðan hann kom aftur til Tórínó 2022.
Pogba féll á lyfjaprófi eftir fyrsta deildarleik Juventus á tímabilinu en hann mældist með of hátt magn af testósteróni í líkamanum.
Málið er til rannsóknar og Pogba gæti fengið allt að fjögurra ára bann frá fótbolta ef það kemur í ljós að miðjumaðurinn viljandi ólögleg lyf.
Pogba gekk til liðs við Juventus á frjálsri sölu síðasta sumar eftir erfiðan tíma hjá Manchester United.
Athugasemdir