Liverpool hefur áhuga á Gomes - Yamal fær nýjan samning - Sean Dyche íhugar markvarðarbreytingu
   fös 13. september 2024 19:10
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Besta deild kvenna: Víti fór forgörðum í naumum sigri Vals
Anna Rakel Pétursdóttir
Anna Rakel Pétursdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Þór/KA 0 - 1 Valur
0-1 Anna Rakel Pétursdóttir ('9 )
0-1 Jasmín Erla Ingadóttir ('90 , misnotað víti)
Lestu um leikinn


Valur er komið á toppinn í Bestu deild kvenna í bili að minnsta kosti eftir sigur á Þór/KA á Akureyri í kvöld.

Anna Rakel Pétursdóttir, sem er uppalin hjá KA, var hetja Valskvenna. Boltinn datt fyrir hana inn á teignum snemma leiks og hún negldi boltanum í netið.

Besta færi heimakvenna kom strax í upphafi seinni hálfleiks þegar Karen María Sigurgeirsdóttir átti gott skot fyrir utan vítateig en boltinn fór rétt yfir.

Á síðustu mínútu venjulegs leiktíma fékk Valur tækifæri til að gulltryggja sigurinn þegar vítaspyrna var dæmd. Jasmín Erla Ingadóttir steig á punktinn en skaut boltanum vel framhjá markinu.

Valur er á toppnum eins og staðan er en Breiðablik er að spila gegn Þrótti í þessum töluðu orðum og endurheimtir toppsætið með sigri.


Besta-deild kvenna - Efri hluti
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Breiðablik 20 18 0 2 54 - 10 +44 54
2.    Valur 20 17 2 1 50 - 17 +33 53
3.    Þór/KA 20 10 3 7 41 - 29 +12 33
4.    Víkingur R. 20 9 5 6 31 - 33 -2 32
5.    FH 20 8 1 11 30 - 40 -10 25
6.    Þróttur R. 20 7 3 10 25 - 32 -7 24
Athugasemdir
banner
banner
banner