Saliba til Real, Costa til City, Chilwell til Man Utd, Ramsey eftirsóttur og Van Dijk fær nýjan samning
banner
   fös 13. september 2024 09:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Maresca um Sancho: Nákvæmlega eins og ég bjóst við
Mynd: Chelsea

Jadon Sancho gekk til liðs við Chelsea á láni frá Man Utd á láni í sumar en hann gæti verið í eigu Lundúnaliðsins næsta sumar.


Ef Chelsea endar ofar en 14 sæti gæti Chelsea þurft að borga Man Utd frá 20-25 milljónir punda.

Vera Sancho hjá Man Utd var ekki dans á rósum en hann lenti upp á kant við Erik ten Hag á síðustu leiktíð og var lánaður til Dortmund.

Enzo Maresca, stjóri Chelsea, er hins vegar mjög hrifinn af enska vængmanninum.

„Hann hefur verið nákvæmlega eins og ég bjóst við. Hann er mjög góður leikmaður einn á einn með gæði á síðasta þriðjungi. Ég er viss um að hann muni hjálpa okkur," sagði Maresca.

Sancho gæti spilað sinn fyrsta leik fyrir félagið gegn Bournemouth á morgun.


Athugasemdir
banner
banner