AC MIlan og Inter Milan hafa hafnað þeim áformum að fara í endurbætur á heimavelli þeirra, San Siro. Félögin vilja að nýr völlur verði byggður.
Hugmynd var um að fara í þessar aðgerðir en félögin höfnuðu því á fundi með borgarráði Milanóborgar.
"Eftir ítarlega greiningu komust félögin að þeirri niðurstöðu að ekki sé hægt að endurbæta völlinn á viðráðanlegu verði. Þau telja það ekki framkvæmanlegt," sagði Beppe Sala, borgarstjóri Milanó.
„Þau hafa sett fram þá hugmynd að fara aftur á nýjan leikvang á San Siro svæðinu."
Athugasemdir