sun 13. október 2019 12:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Acerbi neitaði að fara á sama tíma og aðrir af barnaspítalanum
Mynd: Getty Images
Ítalía tryggði sér í gær sæti á Evrópumótinu 2020. Roberto Mancini, þjálfari Ítala, tileinkaði barnaspítala 2-0 sigurinn á Grikklandi í gær.

Ítalski landsliðshópurinn heimsótti barnaspítala í Róm á fimmtudaginn og færði börnunum gjafir. Hópurinn færði einnig starfsmönnum og fjölskyldumeðlimum barnanna miða á leikinn gegn Grikklandi.

Varnarmaðurinn Francesco Acerbi neitaði að fara þegar ítalski landsliðshópurinn átti að fara. Honum var sagt að liðsrútan væri að fara, en hann svaraði þá:

„Mér er alveg sama, þeir mega fara. Ég tek leigubíl. Ég ætla ekki að fara fyrr en ég hef hitt öll börnin hérna."

Alessandro Iacopino, fjölmiðlafulltrúi ítalska landsliðsins, sagði frá þessu.

Acerbi hefur í tvígang sigrast á eistnakrabbameini. Hann er 31 árs gamall og er í dag leikmaður Ítalíu og Lazio.


Athugasemdir
banner
banner