Þýski miðjumaðurinn Kai Havertz gæti farið frá Bayer Leverkusen á næsta ári en hann er eftirsóttur af liðum á borð við Liverpool og Manchester United.
Havertz er 20 ára gamall en er þegar orðinn lykilmaður í liði Bayer Leverkusen.
Hann er þá byrjaður að fóta sig með þýska landsliðinu og hafa mörg stórlið í Evrópu sýnt honum áhuga.
Manchester United og Liverpool vilja fá hann en þýsku risarnir Borussia Dortmund og Bayern München leiða kapphlaupið.
„Ég hlusta á mikið af fólki en þetta verður mín ákvörðun og ég mun þiggja öll ráð frá Joachim Löw því hann er með mikla reynslu og það væri heimskulegt að hlusta ekki á hann," sagði Havertz um Joachim Löw, þjálfara þýska landsliðsins.
Athugasemdir