Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   sun 13. október 2019 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Havertz fer líklega frá Leverkusen á næsta ári
Kai Havertz er einn heitasti miðjumaður Þýskalands
Kai Havertz er einn heitasti miðjumaður Þýskalands
Mynd: Getty Images
Þýski miðjumaðurinn Kai Havertz gæti farið frá Bayer Leverkusen á næsta ári en hann er eftirsóttur af liðum á borð við Liverpool og Manchester United.

Havertz er 20 ára gamall en er þegar orðinn lykilmaður í liði Bayer Leverkusen.

Hann er þá byrjaður að fóta sig með þýska landsliðinu og hafa mörg stórlið í Evrópu sýnt honum áhuga.

Manchester United og Liverpool vilja fá hann en þýsku risarnir Borussia Dortmund og Bayern München leiða kapphlaupið.

„Ég hlusta á mikið af fólki en þetta verður mín ákvörðun og ég mun þiggja öll ráð frá Joachim Löw því hann er með mikla reynslu og það væri heimskulegt að hlusta ekki á hann," sagði Havertz um Joachim Löw, þjálfara þýska landsliðsins.

Athugasemdir
banner
banner
banner