Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   sun 13. október 2019 14:26
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Neymar fór meiddur af velli er Brasilía gerði annað jafntefli
Mynd: Getty Images
Brasilía 1 - 1 Nígería
0-1 Joe Aribo ('35)
1-1 Casemiro ('48)

Brasilía og Nígería skildu jöfn í vináttulandsleik sem fram fór í Singapúr í dag.

Joe Aribo, leikmaður Rangers í Skotlandi, kom Nígeríu yfir seint í fyrri hálfleiknum, en Casemiro, miðjumaður Real Madrid, jafnaði á 48. mínútu. Þar við sat.

Neymar, sem lék sinn 100. landsleik í síðustu viku, fór meiddur af velli eftir 12 mínútur og spurning hversu alvarlegt það er.

Brasilía spilaði tvo æfingaleiki í þessum landsleikjaglugga og enduðu þeir báðir með jafntefli. Brasilía gerði 1-1 jafntefli við Senegal síðastliðinn fimmtudag.

Lið Brasilíu: Ederson; Dani Alves, Marquinhos, Thiago Silva, Renan Lodi; Neymar (Coutinho '12), Casemiro, Arthur (Fabinho '80), Everton (Richarlison '46); Gabriel Jesus (Lucas Paquetá '88), Firmino (Gabriel Barbosa '62).

Lið Nígeríu: Uzoho (Okoye '63); Awaziem, Troost-Ekong, Ajayi, Collins; Ndidi, Aribo (Shehu '94), Chukwueze (Olayinka '89), Iwobi (Azeez '84), Simon (Dennis '79); Oshimen (Onuachu '74)
Athugasemdir
banner