sun 13. október 2019 18:03
Brynjar Ingi Erluson
Undankeppni EM: Rússland á EM - Wijnaldum skoraði tvö gegn Hvíta-Rússlandi
Georginio Wijnaldum skoraði bæði mörk Hollands
Georginio Wijnaldum skoraði bæði mörk Hollands
Mynd: Getty Images
Rússland tryggði í kvöld sæti sitt á EM með því að vinna Kýpur 4-0 í I-riðli í undankeppni Evrópumótsins í kvöld.

Belgía var þegar búið að tryggja sæti sitt á EM í I-riðlinum fyrir leiki dagsins en það er ljóst að Rússland fylgir liðinu á EM eftir góðan 4-0 sigur á Kýpur.

Denis Cheryshev, Magomed Ozdoev, Artem Dzyuba og Aleksandr Golovin skoruðu mörk Rússa en liðið er nú með 21 stig í 2. sæti eða ellefu stigum á undan Kýpur sem er með 10 stig.

Í sama riðli vann Skotland stórsigur á San Marino. Jon McGinn, leikmaður Aston Villa, skoraði þrennu í fyrri hálfleik fyrir Skota en Lawrence Shankland, Stuart Findlay og Stuart Armstrong bættu við þremur mörkum í þeim síðari. Skotar eru með 9 stig í fjórða sæti riðilsins, stigi á eftir Kýpur.

Holland vann þá mikilvægan 2-1 sigur á Hvíta-Rússlandi en Gini Wijnaldum, leikmaður Liverpool, gerði bæði mörk Hollands í C-riðlinum. Hann skoraði fyrra markið með skalla en það síðara var fast skot fyrir utan teig. Stanislav Drahun minnkaði muninn á 54. mínútu en lengra komst Hvíta-Rússland ekki.

Holland er í efsta sæti riðilsins með 15 stig, þremur stigum meira en Þýskaland og Norður-Írland.

Í E-riðli vann Ungverjaland 1-0 sigur á Azerbaijdsan. Mihaly Korhut skoraði eina markið en það kom Ungverjum upp í 2. sæti með 12 stig. Króatía á leik inni og getur með sigri á Wales í kvöld tryggt sig á EM.

Úrslit og markaskorarar:

Belarus 1 - 2 Netherlands
0-1 Georginio Wijnaldum ('32 )
0-2 Georginio Wijnaldum ('41 )
1-2 Stanislav Drahun ('54 )

Hungary 1 - 0 Azerbaijan
1-0 Mihaly Korhut ('10 )

Scotland 6 - 0 San Marino
1-0 John McGinn ('12 )
2-0 John McGinn ('28 )
3-0 Stuart Findlay ('45 )
4-0 Lawrence Shankland ('65 )
5-0 Stuart Findlay ('67 )
6-0 Stuart Armstrong ('86 )

Cyprus 0 - 4 Russia
0-1 Denis Cheryshev ('9 )
0-2 Magomed Ozdoev ('23 )
0-3 Artem Dzyuba ('78 )
0-4 Aleksandr Golovin ('89 )
Rautt spjald:Konstantinos Laifis, Cyprus ('28)
Athugasemdir
banner
banner