sun 13. október 2019 09:00
Brynjar Ingi Erluson
Zenit gat fengið Lacazette í sumar
Alexandre Lacazette
Alexandre Lacazette
Mynd: Getty Images
Rússneska félagið Zenit St. Pétursborg átti möguleika á því að fá franska framherjann Alexandre Lacazette frá Arsenal í sumar en rússneski umboðsmaðurinn Dmitry Cheltzov greinir frá þessu.

Lacazette kom til Arsenal frá Lyon árið 2017 og skotaði 17 mörk í 39 leikjum á fyrsta tímabili sínu með enska liðinu og 19 mörk á síðasta tímabili.

Þrátt fyrir það var Arsenal opið fyrir því að selja hann og bauð félagið rússneska liðinu Zenit að fá hann.

Það er klásúla í samning Lacazette en til að virkja hana hefði Zenit þurft að greiða 61 milljón punda og var félagið ekki tilbúið til þess.

Zenit ákvað frekar að fá Malcom frá Barcelona en hann var keyptur á um það bil 40 milljónir punda.
Athugasemdir
banner
banner