Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 13. október 2020 16:30
Magnús Már Einarsson
Birkir Bjarna: Mjög góðir möguleikar gegn Ungverjum
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenski landsliðsmaðurinn Birkir Bjarnason er bjartsýnn fyrir leikinn gegn Ungverjum í umspili um sæti á EM.

Liðin mætast í Búdapest 12. nóvember næstkomandi í úrslitaleik um sæti á EM.

„Við gerðum okkar vinnu síðast og gerðum það mjög vel. Núna fá leikmenn að hvíla í þessum síðasta leik á morgun (gegn Belgum) og vonandi verða allir klárir og í góðu formi í nóvember," sagði Birkir á fréttamannafundi í dag.

„Ég tel að mögleikar okkar séu mjög góðir. Þetta er mjög sterkt lið, við höfum mætt þeim áður og þekkjum þá ágætlega. Ég myndi segja að möguleikarnir séu mjög góðir."

Ísland og Ungverjaland mættust í riðlakeppninni á EM í Frakklandi árið 2016 en þá varð niðurstaðan 1-1 jafntefli.
Athugasemdir
banner
banner
banner