Nathaniel Clyne er að ganga til liðs við Crystal Palace samkvæmt breskum fjölmiðlum.
Clyne mun fara frítt til Palace en samningur hans hjá Liverpool rann út í sumar. Clyne kom til Liverpool frá Southampton árið 2015 og spilaði 77 leiki fyrir liðið. Hann var á láni hjá Bournemouth árið 2019.
Clyne er alinn upp hjá Crystal Palace og á hann að baki 122 leiki fyrir aðalliðið á árunum 2008-2012. Þá á hann 14 landsleiki að baki fyrir A-landslið Englands.
Clyne hefur mikið verið meiddur og missti hann af öllu síðasta tímabili þar sem hann var að jafna sig eftir krossbandsslit.
Leikmaðurinn hefur æft með Palace undanfarnar vikur og hefur Roy Hodgson ákveðið að fá hann til liðsins.
Athugasemdir