Maguire til sölu á afslætti - Framtíð Haaland ekki hjá Man City
banner
   sun 13. október 2024 17:57
Sölvi Haraldsson
16 ár síðan Jóhann spilaði fyrsta landsleikinn - „Alltaf sami heiðurinn“
Icelandair
Jóhann í landsleik með Íslandi árið 2012.
Jóhann í landsleik með Íslandi árið 2012.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Staðan á mér er bara nokkuð góð. Töluvert betri en ég bjóst við.“ sagði Jóhann Berg Guðmundsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, á blaðamannafundi í dag. Jóhann virtist fara meiddur af velli þegar hann var tekinn útaf á 82. mínútu leiksins á föstudaginn við Wales. Hann segir að staðan á honum sé betri en hann átti von á við fyrstu.

Íslenska landsliðið mætir Tyrklandi á Laugardalsvelli á morgun í 4. umferð Þjóðadeildarinnar.


Nú eru liðin 16 ár síðan Jóhann Berg spilaði sinn fyrsta A landsleik fyrir Ísland. Hann segir að það sé alltaf jafn gaman og að heiðurinn sé alltaf sá sami að spila fyrir Ísland.

16 ár er langur tími en fyrir mér er þetta alltaf sami heiðurinn og jafn gaman. Auðvitað voru líka tímar sem voru erfiðir. En líka gríðarlega skemmtilegir tímar sem hafa fylgt þessu landsliði. Það er alltaf jafn gaman fyrir mig að koma og hitta strákana.“

Jóhann sagði að ungu leikmennirnir eru farnir að taka meiri ábyrgð og að honum finnst gaman að spila með þeim.

Mér finnst við vera að byggja eitthvað sérstakt hérna núna. Þessir yngri leikmenn eru farnir að stíga upp og taka meiri ábyrgð. Það er gífurlega gaman að taka þátt í því.


Athugasemdir
banner
banner