Ingibjörg Sigurðardóttir og Hafrún Rakel Halldórsdóttir voru báðar í byrjunarliði Bröndby þegar liðið gerði gríðarlega svekkjandi jafntefli gegn Fortuna Hjörring í dönsku deildinni í dag.
Hjörring komst yfir en Bröndby jafnaði meetin aðeins mínútu síðar og þannig var staðan í hálfleik. Bröndby náði forystunni í seinni hálfleik en á síðustu mínútu venjulegs leiktíma tókst Hjörring að jafna en það var sjálfsmark og þar við sat.
Bröndby er í 3. sæti deildarinnar með 15 stig eftir níu umferðir en Hjörring er í 2. sæti með 21 stig.
María Þórisdóttir spilaði klukkutíma þegar Brighton lagði Crystal Palace af velli 1-0 í ensku deildinni. Dagný Brynjarsdóttir kom inn á sem varamaður þegar West Ham gerði 1-1 jafntefli gegn Everton. Brightn er í 4. sæti með 9 stig eftir fjórar umferðir. West Ham er í 11. og næst neðsta sæti með tvö stig.
Athugasemdir