Napoli í viðræðum um Garnacho - Villa hafnaði tilboði West Ham í Duran - Vlahovic orðaður við Chelsea
   sun 13. október 2024 18:22
Sölvi Haraldsson
Ræddi við Kolbein eftir leik - „Fótbolti er leikur mistaka“
Icelandair
Kolbeinn Birgir.
Kolbeinn Birgir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þjálfararnir hafa talað við Kolbein um leikinn á föstudaginn.
Þjálfararnir hafa talað við Kolbein um leikinn á föstudaginn.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Kolbeinn Birgir Finnsson kom útaf í hálfleik á föstudaginn í leik Íslands gegn Wales. Logi Tómasson kom inn í hans stað og skoraði eitt og átti síðan skot sem fór í markmanninn og í netið.

Age Hareide, landsliðsþjálfari Íslands var spurður út í frammistöðu Kolbeins í leiknum á föstudaginn á blaðamannafundi í dag og var einnig spurður hvort hann hafi eitthvað rætt við Kolbein eftir leikinn.


Já ég talaði við Kolbein persónulega um leikinn. Við töluðum líka við allt liðið um leikinn. Stundum gerist þetta hjá leikmönnum. Fótbolti er leikur mistaka. Allt fólk í þessu í lífi gerir öðru hvoru mistök. Meira að segja á stærsta sviðinu gerir fólk mistök.“

Age Hareide segir að Kolbeinn sé heppinn með liðsfélaga en reynslumestu leikmenn liðsins hafa rætt við Kolbeinn sömuleiðis.

„Kolbeinn er góður leikmaður. Hann mun koma til baka og læra af þessu. Leikmennirnir bökkuðu hann upp eftir leikinn á föstudaginn og töluðu við hann. Hann veit að hann er ekki einn. Hann er umkringdur vinum sínum í hópnum hérna.

Í líklegu byrjunarliði Íslands fyrir leikinn á morgun sem Fótbolti.net stillti upp kemur Log Tómasson inn í liðið og Kolbeinn fer úr liðinu. Það er nánast ómögulegt fyrir Kolbein að vinna sig aftur inn í byrjunarliðið eftir þessa innkomu Loga á föstudaginn og dapra frammistöðu hjá honum sjálfum.

Leikurinn við Tyrkland byrjar klukkan 18:45 annað kvöld en hægt er að kaupa sér miða á Tix.is.


Athugasemdir
banner