Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   sun 13. október 2024 18:07
Brynjar Ingi Erluson
Þjóðadeildin: Alexander-Arnold með aukaspyrnumark í sigri á Finnum
Trent Alexander-Arnold skoraði fallegt aukaspyrnumark
Trent Alexander-Arnold skoraði fallegt aukaspyrnumark
Mynd: Getty Images
England vann sannfærandi 3-1 sigur á Finnlandi í B-deild Þjóðadeildarinnar í Helsinki í kvöld.

Lee Carsley, bráðabirgðaþjálfari Englendinga, gerði nokkrar áhugaverðar breytingar á liðinu. Trent Alexander-Arnold byrjaði í vinstri bakverði og þá var Dean Henderson í markinu í stað Jordan Pickford.

Alexander-Arnold eyddi þó stórum hluta leiksins á miðsvæðinu og gekk leikskipulagið fullkomlega upp.

Jack Grealish skoraði á 18. mínútu eftir stoðsendingu frá Angel Gomes. Grealish spilaði boltanum niður á Alexander-Arnold. Hann fann Gomes í svæði rétt fyrir utan teig, sem síðan átti glæsilega stungusendingu inn fyrir á Grealish sem skoraði.

Alexander-Arnold gerði annað mark Englendinga með marki beint úr aukaspyrnu á 74. mínútu áður en Declan Rice rak síðasta naglann í kistu Finna með skoti af stuttu færi eftir góðan sprett frá Ollie Watkins.

Arttu Hoskonen náði einu sárabótarmarki fyrir Finna undir lok leiks, en fleiri urðu mörkin ekki. England er í öðru sæti B-riðils með 9 stig en Finnland án stiga á botninum.

B-deild:

Kasakstan 0 - 1 Slóvenía
0-1 Jan Mlakar ('55 )

Finnland 1 - 3 England
0-1 Jack Grealish ('18 )
0-2 Trent Alexander-Arnold ('74 )
0-3 Declan Rice ('84 )
1-3 Arttu Hoskonen ('87 )

C-deild:

Armenía 0 - 2 N-Makedónía
0-1 Bojan Miovski ('72 )
0-2 Isnik Alimi ('85 )

D-deild:

Malta 1 - 0 Moldóva
1-0 Teddy Teuma ('87 , víti)

Liechtenstein 0 - 0 Gíbraltar
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner