Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 13. nóvember 2019 14:41
Magnús Már Einarsson
Finnar geta tryggt sig á EM - Spurðu út í leyndarmál Íslands
Pukki á eldi - Þjóðhátíð á föstudaginn?
Finnar fagna marki.
Finnar fagna marki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Teemu Pukki á ferðinni.
Teemu Pukki á ferðinni.
Mynd: Getty Images
Finnar mótmæla í leiknum gegn Íslandi á Laugardalsvelli árið 2016.
Finnar mótmæla í leiknum gegn Íslandi á Laugardalsvelli árið 2016.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Þjóðhátíðarstemning gæti orðið í Finnlandi á föstudagskvöld en karlalandslið þjóðarinnar gæti þá tryggt sér sæti á stórmóti í fótbolta í fyrsta skipti í sögunni.

Finnar tryggja sér sæti á EM á næsta ári ef þeir vinna Helga Kolviðsson og lærisveina hans í Liechtenstein á heimavelli. Ef sigurinn kemur ekki á föstudag geta Finnar fengið annað tækifæri til að tryggja EM sætið gegn Grikkjum á mánudaginn.

Hingað til hafa helstu íþróttaafrek Finna verið í rallý, íshokkí og spjótkasti en nú er fótboltinn á mikilli uppleið í landinu. 5,5 milljónir búa í Finnlandi og þar horfðu menn öfundaraugum á það þegar Ísland fór á EM 2016 og HM 2018.

Marco Casagrande, framkvæmdastjóri finnska knattspyrnusambandsins segist hafa heyrt í kollegum sínum hjá KSÍ. „Hvert er leyndarmálið ykkar?" spurði Casagrande.

Hasse Backe byrjaði undankeppni HM sem þjálfari Finna og stýrði liðinu meðal annars í ótrúlegu 3-2 tapi gegn Íslandi haustið 2016. Þá voru Finnar 2-1 yfir áður en kom að viðbótartímanum.

Backe var rekinn í desember 2016 og aðstoðarmaður hans Markku Kanerva tók við. Kanerva hefur stöðugt verið að bæta lið Finna en þeir unnu meðal annars Ísland 1-0 í undankeppni HM í september árið 2017. Kanerva hefur byggt upp skipulagt lið en hann spilar 4-4-2 með Teemu Pukki í broddi fylkingar.

Pukki hefur skorað sjö mörk í átta leikjum í undankeppni HM. Varnarleikurinn er þéttur hjá Finnum og þar fyrir aftan er Lukas Hradecký, markvörður Bayer Leverkusen, öflugur.

Þegar Finnar urðu heimsmeistarar í íshokkí árið 2011 voru tryllt fagnaðarlæti í Helsinki og reikna má með öðru eins á föstudaginn ef sigurinn kemur gegn Liechtenstein.

„Finnar eiga eftir að fagna eins og þetta sé stór hátíð. Það verður allt vitlaust," sagði fyrrum landsliðsmaðurinn Aki Riihilahti.

Staðan í J-riðli fyrir lokaumferðina
1. Ítalía 24 stig
2. Finnland 15 stig
3. Armenía 10 stig
4. Bosnía/Hersegóvína 10 stig
5. Grikkland 8 stig
6. Liechtenstein 2 stig
Athugasemdir
banner
banner
banner