mið 13. nóvember 2019 16:12
Elvar Geir Magnússon
Istanbúl, Tyrklandi
Líklegt byrjunarlið Íslands - Byrja Kolbeinn og Jón Daði?
Icelandair
Kolbeinn gæti slegið markametið á morgun.
Kolbeinn gæti slegið markametið á morgun.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mun Ari spila á kantinum?
Mun Ari spila á kantinum?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Síðustu daga hafa þeir íslensku fjölmiðlamenn sem eru í Tyrklandi rætt talsvert um það hvernig byrjunarlið Íslands verður mögulega í leiknum gegn Tyrklandi annað kvöld.

Það eru þokkaleg skörð hoggin í liðið og þá sérstaklega á miðsvæðinu. Spurning er hvernig Erik Hamren mun tefla fram miðjunni og hvort Ísland muni frekar spila 4-4-2 eða 4-5-1, eða eitthvað þar á milli?



Kolbeinn Sigþórsson hefur verið besti leikmaður Íslands í undankeppninni (samkvæmt einkunnagjöf Fótbolta.net) og fastlega má búast við því að hann byrji fremstur. Alfreð Finnbogason og Jón Daði Böðvarsson eru einnig kostir til staðar en við spáum því að Jón Daði, sem oft hefur leikið vel gegn Tyrkjum, verði aðeins fyrir aftan Kolbein.

Gylfi Þór Sigurðsson verði með Birki Bjarnasyni á miðjunni og Ari Freyr Skúlason verði notaður sem kantmaður í þessum leik. Hörður Björgvin Magnússon verði í bakverðinum en hann gæti nýst vel í föstum leikatriðum. Einu þrjú mörkin sem Tyrkland hefur fengið á sig í undankeppninni komu úr föstum leikatriðum, þar af tvö gegn Íslandi í júní.

Það eru ýmsar útfærslur sem hafa verið nefndar í spjalli fjölmiðlamanna í Tyrklandi en Fótbolti.net giskar á að þetta verði byrjunarlið Íslands.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner