Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 13. nóvember 2019 21:30
Brynjar Ingi Erluson
Zlatan kom, sá og sigraði - „Nú getið þið horft á hafnabolta"
Zlatan Ibrahimovic er búinn að þakka fyrir sig
Zlatan Ibrahimovic er búinn að þakka fyrir sig
Mynd: Getty Images
Zlatan Ibrahimovic, framherji Los Angeles Galaxy í Bandaríkjunum, er opinberlega búinn að kveðja félagið eftir tveggja ára dvöl.

Zlatan gekk til liðs við Galaxy árið 2018 eftir að hafa spilað með félögum á borð við Manchester United, Ajax, Juventus, Inter, Milan og Paris Saint-Germain.

Hann lék 55 leiki og skoraði 53 mörk fyrir Galaxy en tókst þó ekki að vinna deildina með liðinu.

Zlatan hefur verið orðaður við Milan, Inter, Napoli og Juventus á Ítalíu en það er nokkuð ljóst að hann verður ekki áfram í Bandaríkjunum ef marka má kveðjuna sem hann birti á Twitter nú rétt í þessu.

„Ég kom, sá og sigraði. Ég vil þakka Los Angeles Galaxy. Til stuðningsmanna félagsins þá vil ég segja það að þið báðuð um Zlatan og þið fenguð Zlatan. Verði ykkur að góðu en nú heldur sagan áfram. Núna getið þið farið og horft aftur á hafnabolta," sagði Zlatan á Twitter.
Athugasemdir
banner
banner
banner