Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 13. nóvember 2020 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hefði verið gott tækifæri til að fylla Villa Park
Frá Villa Park, heimavelli Aston Villa.
Frá Villa Park, heimavelli Aston Villa.
Mynd: Getty Images
Það verður nágrannaslagur í úrvalsdeild kvenna í Englandi um næstu helgi þegar Aston Villa tekur á móti Birmingham.

Það er mikill rígur á milli þessara tveggja félaga en þetta verður í fyrsta sinn sem kvennalið félaganna mætast í úrvalsdeildinni.

Leikurinn mun fara fram á Villa Park, sem tekur rúmlega 42 þúsund áhorfendur. Engir áhorfendur verða hins vegar á leiknum vegna kórónuveirufaraldursins.

Carla Ward, þjálfari Birmingham, er viss um það hefði verið uppselt á leikinn ef áhorfendur mættu mæta á leikinn.

Í fyrra var spilað á völlum eins og Stamford Bridge, Etihad-vellinum og Tottenham Hotspur leikvanginum í úrvalsdeild kvenna og var vel mætt á þá leiki.

„Við töluðum um það þegar leikjadagskráin var birt, hversu gaman það væri að selja alla mögulega miða á Villa Park eða St Andrews. Það hefði verið mögulegt um þessa helgi, alveg klárlega. Þetta er mikilvæg viðureign fyrir alla borgina og það er enginn karlafótbolti hér um helgina. Þetta hefði verið stórt tækifæri til að fylla leikvang," segir Ward.

„En svona er heimurinn í dag, því miður. Við verðum að spila vel fyrir stuðningsmennina, svo þeir geti notið dagsins hvar sem þeir verða."
Athugasemdir
banner
banner
banner