Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 13. nóvember 2020 14:56
Elvar Geir Magnússon
Hinn 22 ára Louis-Dreyfus að verða eigandi Sunderland
Kyril Louis-Dreyfus í stúkunni á leik með Marseille.
Kyril Louis-Dreyfus í stúkunni á leik með Marseille.
Mynd: Getty Images
Stewart Donald eigandi Sunderland hefur samþykkt að selja félagið til fjárfestahóps með Juan Sartori og Kyril Louis-Dreyfus í fararbroddi.

Louis-Dreyfus er aðeins 22 ára gamall og er sonur franska viðskiptamannsins Robert Louis-Dreyfus sem er fyrrum eigandi Marseille.

Sartori er úrúgvæskur viðskiptamaður og stjórnmálamaður sem á 20% hlut í Sunderland í dag. Hann situr í stjórn félagsins og hafði samband við Kyril Louis-Dreyfus fyrir hálfu ári og ræddi við hann um að taka yfir félagið.

Donald hefur reynt að selja Sunderland síðan í byrjun ársins en nú er loks verið að ganga frá sölunni.

Sunderland er í sjötta sæti ensku C-deildarinnar eftir tíu leiki. Þetta stóra félag hefur svo sannarlega munað sinn fífil fegurri.
Athugasemdir
banner
banner