Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 13. nóvember 2020 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Leiðtoginn Eriksson framlengir við Chelsea til 2023
Mynd: Getty Images
Leiðtoginn Magdalena Eriksson hefur framlengt samning sinn við enska úrvalsdeildarfélagið 2023.

Eriksson leikur í vörninni en hún er bæði fyrirliði Chelsea og sænska landsliðsins.

Eriksson gekk í raðir Chelsea árið 2017 og tók vð fyrirliðabandinu í fyrra. Með hana sem fyrirliða vann Chelsea bæði ensku úrvalsdeildina og enska deildabikarinn á síðustu leiktíð.

„Það skiptir mig öllu máli að vera hjá þessu félagi, ég vil hvergi annars staðar vera," sagði hin 27 ára gamla Eriksson við heimasíðu Chelsea.

Eriksson er liðsfélagi Maríu Þórisdóttur hjá Chelsea, en María á íslenskan föður og norska móður. Hún spilar með norska landsliðinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner