Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 13. nóvember 2022 14:00
Aksentije Milisic
Frakkland: PSG setti fimm í lokaleiknum fyrir HM pásu
Mbappe komst á blað.
Mbappe komst á blað.
Mynd: EPA

PSG 5-0 Auxerre
1-0 Kylian Mbappe ('11)
2-0 Carlos Soler ('51)
3-0 Achraf Hakimi ('57)
4-0 Renato Sanchez ('81)
5-0 Ekitike ('84)


PSG spilaði sinn lokaleik fyrir HM pásuna í dag í frönsku úrvalsdeildinni en liðið valtaði þá yfir Auxerre með fimm mörkum gegn engu.

Kylian Mbappe, Lionel Messi og Neymar voru allir í byrjunarliðinu en Mbappe kom PSG yfir og var staðan 1-0 í hálfleik.

Neymar og Messi fóru útaf í síðari hálfleiknum en PSG valtaði yfir hann. Carlos Soler skoraði og lagði upp eins og Ekitike. Þá komust Achraf Hakimi og Renato Sanchez einnig á blað.

PSG er í efsta sæti deildarinnar, með fimm stigum meira heldur en Lens sem er í því öðru.

Auxerre er í fimmtánda sætinu.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner