Arsenal, Chelsea og Man Utd hafa áhuga á Vlahovic - Liverpool reynir að halda stjörnunum - City gæti krækt í Zubimendi
   mið 13. nóvember 2024 14:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Jón Daði lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum með Wrexham
Jón Daði Böðvarsson.
Jón Daði Böðvarsson.
Mynd: Wrexham
Jón Daði Böðvarsson lék vel í sínum fyrsta byrjunarliðsleik með Wrexham í gærkvöldi.

Honum tókst að leggja upp mark Wrexham í jafntefli gegn Port Vale í neðri deildar bikarnum, Fótbolti.net bikar þeirra Englendinga. Max Cleworth kom Wrexham yfir í byrjun seinni hálfleiks eftir undirbúning frá JónI Daða.

Port Vale jafnaði hins vegar metin þegar 82 mínútur voru liðnar, en þá var Jón Daði farinn út af.

Selfyssingurinn spilaði 66 mínútur í leiknum og fékk góða dóma frá stuðningsmönnum Wrexham.

Leikurinn fór beint í vítaspyrnukeppni en þar hafði Port Vale betur. Það kom ekki að sök fyrir Wrexham sem vann riðil sinn í keppninni og er komið áfram í næstu umferð, í útsláttarkeppnina.

Jón Daði samdi nýverið við Wrexham til áramóta. Wrexham er í þriðja sæti ensku C-deildarinnar en félagið hefur farið upp um tvær deildir á síðustu tveimur árum eftir að Hollywood-leikararnir Ryan Reynolds og Rob McElhenney eignuðust það.
Athugasemdir
banner
banner
banner