Ben White lenti upp á kant við Steve Holland, aðstoðarþjálfara Gareth Southgate á HM í Katar árið 2022 og hefur ekki viljað spila fyrir landsliðið síðan þá.
Thomas Tuchel var ráðinn landsliðsþjálfari eftir að Southgate hætti eftir EM í sumar. Hann segist ætla að reyna sannfæra White um að spila aftur með landsliðinu.
„Ég mun ræða við hann. Þetta ætti að vera nýtt upphaf og alveg ljóst," sagði Tuchel.
„Ég mæti í janúar. Ég mun ekki trufla leikminna og þeir munu bara vita 'Jæja, stjórinn er þarna frá og með janúar."
Athugasemdir