Í dag kemur í ljós hvaða liðum Ísland mætir í undankeppni HM 2026.
Drátturinn fer fram í höfuðstöðvum FIFA í Zurich, Sviss, og hefst hann klukkan 11:00.
Ísland er í þriðja styrkleikflokki fyrir dráttinn.
Drátturinn fer fram í höfuðstöðvum FIFA í Zurich, Sviss, og hefst hann klukkan 11:00.
Ísland er í þriðja styrkleikflokki fyrir dráttinn.
Sextán lið frá Evrópu munu taka þátt í lokakeppninni, en nú þegar er ljóst að Ísland verður í fjögurra liða riðli, en það helgast af því að liðið tekur þátt í umspili Þjóðadeildarinnar í mars og nær því ekki að spila leiki í undankeppninni þá.
Þau tólf lið sem vinna sína riðla komast beint áfram í lokakeppnina, en liðin sem enda í öðru sæti fara í umspil, ásamt þeim fjórum liðum með bestan árangur í síðustu Þjóðadeild og enduðu ekki í efstu tveimur sætum síns riðils. Í umspilinu verður leikið um fjögur laus sæti.
Styrkleikaflokkur 1
Frakkland
Spánn
England
Portúgal
Holland
Belgía
Ítalía
Þýskaland
Króatía
Sviss
Danmörk
Austurríki
Styrkleikaflokkur 2
Úkraína
Svíþjóð
Tyrkland
Wales
Ungverjaland
Serbía
Pólland
Rúmenía
Grikkland
Slóvakía
Tékkland
Noregur
Styrkleikaflokkur 3
Skotland
Slóvenía
Írland
Albanía
Norður-Makedónía
Georgía
Finnland
Ísland
Norður-Írland
Svartfjallaland
Bosnía
Ísrael
Styrkleikaflokkur 4
Búlgaría
Lúxemborg
Hvíta-Rússland
Kovósó
Armenía
Kasakstan
Aserbaídsjan
Eistland
Kýpur
Færeyjar
Lettland
Litháen
Styrkleikaflokkur 5
Moldóva
Malta
Andorra
Gíbraltar
Liechtenstein
San Marínó
Athugasemdir