Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   fim 14. janúar 2021 20:50
Ívan Guðjón Baldursson
Leikmaður Holsten Kiel: Önnur deildin erfiðari en Bayern
Mynd: Getty Images
Þýska B-deildarliðið Holsten Kiel kom öllum á óvart og sló stórveldið FC Bayern úr leik í þýska bikarnum í gærkvöldi.

Bayern var 1-2 yfir en Hauke Wahl gerði jöfnunarmark Kiel seint í uppbótartíma og tókst að knýja framlengingu.

Ekkert var skorað í framlengingunni og því var farið í vítaspyrnukeppni, þar sem Wahl steig fyrstur á punktinn og skoraði.

Fyrstu tíu spyrnurnar fóru í netið og því var farið í bráðabana, þar sem Marc Roca brenndi af fyrir Bayern.

„Önnur deildin er eiginlega erfiðari, án móðgunar við Bayern. Liðin í 2. deildinni eru mun sterkari en áður," sagði Wahl glottandi að leikslokum.

Þetta er í fyrsta sinn síðan 2008-09 sem Bayern kemst ekki í undanúrslit þýska bikarsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner