Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 14. janúar 2021 18:35
Ívan Guðjón Baldursson
Þórdís Hrönn aftur í Breiðablik (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Ingunn Hallgrímsdóttir
Íslandsmeistarar í kvennaliði Breiðabliks hafa bætt við sig öflugum leikmanni. Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir er búin að skrifa undir tveggja ára samning við Blika og snýr aftur heim til Kópavogs þar sem hún hóf ferilinn.

Þórdís Hrönn er 27 ára gömul og hefur spilað fyrir Stjörnuna, Þór/KA og KR eftir að hafa yfirgefið Breiðablik til að halda út í atvinnumennsku 2013. Hún lék með Älta og Kristianstad í Svíþjóð.

Þórdís Hrönn lék fyrir KR síðasta sumar en Vesturbæingar enduðu í neðsta sæti Pepsi Max-deildarinnar og féllu.

Þórdís Hrönn á að baki tvo leiki með A-landsliðinu, auk fjölda landsleikja með yngri landsliðum Íslands.

„Við bjóðum Þórdísi Hrönn velkomna í græna búninginn á nýjan leik og óskum henni og Blikum til hamingju með þessa frábæru viðbót í leikmannahópinn," segir í Facebook færslu knattspyrnudeildar Breiðabliks.

Þórdís Hrönn snýr heim

Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir hefur skrifað undir tveggja ára samning við knattspyrnudeild...

Posted by Knattspyrnudeild Breiðabliks on Thursday, 14 January 2021

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner