Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 14. janúar 2022 14:59
Elvar Geir Magnússon
Áframhaldandi markaskortur í Afríkukeppninni: 0-0 milli Mane og Keita
Afríkukeppnin heldur áfram að vera dauðinn á skriðbeltunum.
Afríkukeppnin heldur áfram að vera dauðinn á skriðbeltunum.
Mynd: EPA
Senegal 0 - 0 Gínea

Í aðeins tveimur af fimmtán leikjum Afríkukeppninnar til þessa hefur verið skorað meira en eitt mark. Markaþurrðin hélt áfram í dag þegar Senegal og Gínea gerðu markalaust jafntefli.

Liðsfélagarnir hjá Liverpool; Sadio Mane hjá Senegal og Naby Keita hjá Gíneu, spiluðu báðir allan leikinn en Keita var valinn maður leiksins.

Bæði lið eru með fjögur stig eftir tvo leiki og eru í góðum málum í B-riðlinum, skrefi frá 16-liða úrslitunum. Í seinni hálfleik sást á spilamennskunni að bæði lið voru sátt með jafntefli.

Malaví og Simbabve mætast í hinum leik riðilsins klukkan 16 en þau eru stigalaus eftir tapleiki í fyrstu umferð.
Athugasemdir
banner
banner
banner