Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   þri 14. janúar 2025 11:10
Elvar Geir Magnússon
Ekkert félag ákært fyrir brot á fjárhagsreglum
Mynd: Getty Images
Öll félög ensku úrvalsdeildarinnar héldu sig innan fjárhagsreglna um hagnað og sjálfbærni á tímabilinu 2023-24.

Samkvæmt reglum geta félög ekki tapað yfir 105 milljónum punda yfir þriggja ára tímabil.

Everton og Nottingham Forest fengu bæði refsingu og stigafrádrátt á síðasta tímabili og þá slapp Leicester frá refsingu eftir að hafa áfrýjað ákæru í september.

Sögusagnir voru um að Leicester gæti fengið aðra ákæru en svo er ekki. Enska úrvalsdeildin hefur tilkynnt að eftir skoðun hafi öll félög haldið sig innan rammans.
Athugasemdir
banner
banner