Öll félög ensku úrvalsdeildarinnar héldu sig innan fjárhagsreglna um hagnað og sjálfbærni á tímabilinu 2023-24.
Samkvæmt reglum geta félög ekki tapað yfir 105 milljónum punda yfir þriggja ára tímabil.
Samkvæmt reglum geta félög ekki tapað yfir 105 milljónum punda yfir þriggja ára tímabil.
Everton og Nottingham Forest fengu bæði refsingu og stigafrádrátt á síðasta tímabili og þá slapp Leicester frá refsingu eftir að hafa áfrýjað ákæru í september.
Sögusagnir voru um að Leicester gæti fengið aðra ákæru en svo er ekki. Enska úrvalsdeildin hefur tilkynnt að eftir skoðun hafi öll félög haldið sig innan rammans.
Athugasemdir