Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   fös 14. febrúar 2020 12:30
Magnús Már Einarsson
Chong íhugar alvarlega að fara til Inter
Tahith Chong, leikmaður Manchester United, er alvarlega að íhuga að ganga í raðir Inter í sumar að sögn The Guardian.

Hinn tvítugi Chong verður samningslaus í sumar og Inter er að reyna að fá hann í sínar raðir.

Chong hefur fengið samningsboð frá Inter upp á 48 þúsund pund á viku en hann er ekki eins hrifinn af nýju samningstilboði Manchester United.

Chong hefur einungis spilað tvo leiki í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili.

Hann gæti bæst í hóp með þeim Romelu Lukaku, Ashley Young og Alexis Sánchez sem hafa farið til Inter frá Manchester United undanfarna mánuði.
Athugasemdir
banner
banner