Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 14. febrúar 2020 20:40
Elvar Geir Magnússon
Guðni Bergs: Orðið erfiðara að ná endum saman
Guðni og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Guðni og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KSÍ opinberaði ársreikninga sína í kvöld og þar kemur í ljós að 50 milljóna króna tap var á rekstri sambandsins.

Guðni Bergsson, formaður KSÍ, kemur inn á fjárhagsstöðuna í pistli sem fylgir með ársskýrslu sambandsins.

„Við höfum einnig fundið fyrir því í fjármálum KSÍ að kostnaður hefur aukist og reksturinn þyngst. Þegar litið er til þróunar síðustu ára þá hafa þættir eins og laun og ferða- og dómarakostnaður aukist mikið. Einnig hefur gengisþróun spilað þar inn í ásamt tapi á rekstri Laugardalsvallar. Þó við höfum aukið okkar sjálfsaflatekjur og fengið auknar tekjur frá aðildarsamböndum okkar þá er orðið erfiðara að ná endum saman," segir í pistli Guðna.

„Þetta er eitthvað sem við þurfum að takast á við í sameiningu sem knattspyrnuheyfing."
Athugasemdir
banner
banner
banner