Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   sun 14. febrúar 2021 21:46
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ítalía: Inter á toppinn - Lukaku með 300 mörk á ferlinum
Lukaku og Martinez skoruðu mörk Inter í kvöld.
Lukaku og Martinez skoruðu mörk Inter í kvöld.
Mynd: Getty Images
Belgíski sóknarmaðurinn Romelu Lukaku er kominn með 300 mörk á ferli sínum en hann skoraði tvennu í kvöld er hann hjálpaði Inter að komast á toppinn í ítölsku úrvalsdeildinni.

Inter tók á móti Lazio í kvöld og skoraði Lukaku fyrsta markið af vítapunktinum um miðbik fyrri hálfleiks. Undir lok hálfleiksins skoraði hann sitt annað mark. Hinn 27 ára gamli Lukaku er núna kominn með 300 mörk á ferlinum, en þess má geta að Cristiano Ronaldo var 27 ára þegar hann skoraði sitt 300. mark á ferlinum. Lionel Messi var 25 ára.

Gonzalo Escalante minnkaði muninn fyrir Lazio á 61. mínútu en Lautaro Martinez var fljótur að svara því fyrir Inter eftir undirbúning frá Lukaku.

Lokatölur 3-1 fyrir Inter sem er núna á toppi ítölsku úrvalsdeildarinnar með stigi meira en nágrannar sínir í AC Milan. Lazio er í sjötta sæti.

Þá vann Sassuolo góðan útisigur á Crotone fyrr í kvöld. Sassuolo er í áttunda sæti og Crotone á botninum.

Inter 3 - 1 Lazio
1-0 Romelu Lukaku ('22 , penalty goal)
2-0 Romelu Lukaku ('45 )
2-1 Gonzalo Escalante ('61 )
3-1 Lautaro Martinez ('64 )

Crotone 1 - 2 Sassuolo
0-1 Domenico Berardi ('14 )
1-1 Adam Ounas ('26 )
1-2 Francesco Caputo ('49 , penalty goal)

Önnur úrslit í dag:
Ítalía: Auðvelt fyrir Roma - Muriel með sigurmark undir lokin


Athugasemdir
banner
banner
banner