sun 14. febrúar 2021 10:00
Ívan Guðjón Baldursson
Man Utd vill Kounde - Liverpool á eftir Bremer
Powerade
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Slúðurpakki dagsins er klár og er margt áhugavert í honum. Til að mynda hefur Man Utd áhuga á Jules Kounde og Erling Braut Haaland á meðan Real Madrid fylgist náið með Aymeric Laporte hjá Manchester City.


Franski varnarmaðurinn Jules Kounde, 22, er efstur á blaði hjá Manchester United fyrir sumarið eftir að Dayot Upamecano var keyptur til Bayern. (Express)

Ole Gunnar Solskjær er búinn að viðurkenna að hann fylgist náið með Erling Braut Haaland hjá Borussia Dortmund. Haaland, 20, er kominn með 15 mörk í 16 deildarleikjum á tímabilinu. (Manchester Evening News)

Real Madrid fylgist með Aymeric Laporte, 26, og hefur áhuga á að kaupa miðvörðinn fyrir metfé. (Star)

Omar Richards, 22 ára varnarmaður Reading, hefur samþykkt að ganga í raðir FC Bayern á frjálsri sölu í sumar. Hann hafnaði tilboðum frá West Ham og Everton. (Football Insider)

Liverpool hefur sett brasilíska miðvörðinn Bremer, 23, í forgang hjá sér fyrir sumarið. Bremer leikur fyrir fallbaráttulið Torino á Ítalíu og kostar undir 10 milljónir punda. (Mirror)

Liverpool, Man City, Juventus og Bayern fylgjast öll með Florian Neuhaus, 23 ára miðjumanni Borussia Mönchengladbach. (90 min)

Sergio Ramos, 34, og Lucas Vazquez, 29, hafa verið beðnir um að taka á sig launalækkun í samningsviðræðum við Real Madrid. (AS)

Atletico Madrid, Juventus og PSG eru meðal stórliða sem hafa áhuga á Renato Tapia, 25 ára miðjumanni Celta Vigo og perúvska landsliðsins. (AS)

Arsenal er ekki búið að gefa upp vonina um að ná samkomulagi um nýjan samning við Folarin Balogun, eftirsóttan 19 ára sóknarmann sinn sem verður samningslaus í sumar. (Sun)

Arsene Wenger segist hafa gert allt í sínu valdi til að reyna að kaupa Jamie Vardy, 34, frá Leicester City fyrir fimm árum. (beIN Sport)

Celtic hefur mikinn áhuga á Robbie Brady, 29 ára miðjumanni Burnley. (Mirror)

Hakim Ziyech, 27 ára sóknartengiliður Chelsea, er að íhuga framtíðina sína eftir erfiða byrjun hjá sínu nýja félagi. (Corriere dello Sport)

Man Utd hefur áhuga á að krækja í brasilíska kantmanninn Raphinha frá Leeds United. Raphinha er 24 ára gamall og lék með Bruno Fernandes hjá Sporting. (Manchester Evening News)

Harry Redknapp ráðlagði Frank Lampard að kaupa John Stones af Man City þegar hann var við stjórnvölinn hjá Chelsea. (Sky Sports)

Ronald Koeman er ósáttur með stjórn Barcelona sem hafnaði tækifæri til að kaupa Eric Garcia, tvítugan miðvörð Man City, í janúar. Garcia kemur líklega frítt til Barca næsta sumar. (Marca)

Monchi, yfirmaður íþróttamála hjá Sevilla, segir spænska landsliðsmanninn Isco, 28, vera tilbúinn til að skipta úr Real Madrid yfir til Arsenal. (Estadio Deportivo)

Arsenal þarf að borga 22 milljónir punda til að kaupa Dani Ceballos, 24, frá Real Madrid. Ceballos hefur verið á láni hjá Arsenal í eitt og hálft ár. (Mirror)

Zinedine Zidane er opinn fyrir því að þjálfa franska landsliðið einn daginn. (ESPN)
Athugasemdir
banner
banner
banner