Viðræður við Vinicius - Isak spenntur fyrir Liverpool - United fylgist með Delap - Arsenal bíður til sumars
   fös 14. febrúar 2025 21:45
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía: Ndoye skoraði tvennu er Bologna sigraði undir lokin
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Bologna 3 - 2 Torino
1-0 Dan Ndoye ('20)
1-1 Nikola Vlasic ('37)
1-2 Eljif Elmas ('65)
2-2 Dan Ndoye ('70, víti)
3-2 Cristiano Biraghi, sjálfsmark ('90)

Bologna tók á móti Torino í fyrsta leik helgarinnar í ítalska boltanum í kvöld og tóku heimamenn forystuna með marki frá Dan Ndoye sem hann skoraði eftir frábæran sprett eftir að Bologna vann boltann hátt uppi á vellinum.

Nikola Vlasic, fyrrum leikmaður Everton og West Ham, jafnaði metin eftir góða skyndisókn á 37. mínútu og var staðan jöfn eftir fyrri hálfleik. Heimamenn í liði Bologna voru sterkari aðilinn en Torino fékk einnig góð tækifæri.

Bologna var áfram með yfirhöndina í síðari hálfleik en lenti undir gegn gangi leiksins þegar Eljif Elmas, fyrrum leikmaður Napoli, skoraði eftir glæsilegt einstaklingsframtak þar sem hann klobbaði andstæðing áður en hann vippaði boltanum yfir markvörðinn. Che Adams lagði upp.

Það liðu þó aðeins fimm mínútur þar til heimamenn jöfnuðu með marki úr vítaspyrnu. Ndoye skoraði úr spyrnunni eftir afar klaufalegt brot innan vítateigs.

Staðan hélst jöfn allt þar til á lokamínútunum. þegar Cristiano Biraghi skoraði einstaklega óheppilegt sjálfsmark eftir að hættan virtist vera liðin hjá.

Lokatölur urðu því 3-2 fyrir Bologna sem fer uppfyrir AC Milan og í sjöunda sæti ítölsku deildarinnar, með 41 stig eftir 24 umferðir.

Torino er áfram um miðja deild með 28 stig, átta stigum og sjö sætum fyrir ofan fallsvæðið.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner