
Þriggja leikja bann Ibrahima Balde, leikmanns Þórs, stendur óhaggað en Akureyrarfélagið gerði árangurslausa tilraun til að áfrýja niðurstöðunni og stytta bannið.
Balde, sem kom til Þórs frá Vestra í vetur, fékk rautt spjald fyrir ofsalega framkomu í leik gegn ÍR í Lengjubikarnum en hann skallaði leikmann ÍR, Óðin Bjarkason.
Balde, sem kom til Þórs frá Vestra í vetur, fékk rautt spjald fyrir ofsalega framkomu í leik gegn ÍR í Lengjubikarnum en hann skallaði leikmann ÍR, Óðin Bjarkason.
„Dómurinn hefur yfirfarið öll fyrirliggjandi gögn málsins, þ.m.t. myndband af atvikinu sem barst frá áfrýjjanda. Óumdeilt er að Ibrahima Balde fékk brottvísun fyrir að skalla andstæðing í andlitið þegar boltinn var fjarri. Dómurinn telur ljóst að framangreind háttsemi feli í sér ofsalega framkomu sem réttlæti þyngingu leikbanns," segir í niðurstöðu áfrýjunardómstóls KSÍ.
Balde er 29 ára miðjumaður en leikbann hans gildir einungis í Lengjubikarnum.
Athugasemdir