Um helgina fer fram 29. umferð ensku úrvalsdeildarinnar og þá mætast Liverpool og Newcastle í úrslitum deildabikarsins á Wembley.
Liverpool hefur þegar spilað 29 leiki í deildinni og gefur þetta því Arsenal tækifæri á að saxa forystu liðsins niður í tólf stig.
Það má segja að Liverpool sé komið með níu fingur á titilinn, en á sunnudag gefst Arsenal síðasti séns til þess að reyna að koma bakdyramegin inn í baráttuna. Erfitt er að sjá Liverpool tapa niður forskotinu þar sem liðið hefur aðeins tapað einum leik á öllu tímabilinu en allt getur gerst á lokasprettinum og er ekkert sjálfgefið.
Arsenal mætir Chelsea á Emirates en heimamenn hafa ekki unnið í síðustu þremur leikjum á meðan nágrannar þeirra í Chelsea, sem berjast um að komast í Meistaradeildina, hafa unnið tvo leiki í röð.
Ruud van Nistelrooy snýr aftur á Old Trafford með nýliða Leicester en aðeins nokkrir mánuðir eru liðnir frá því hann stýrði United til bráðabirgða eftir brottrekstur Erik ten Hag.
United fann taktinn gegn Real Sociedad í Evrópudeildinni á fimmtudag og náði þá í stig gegn Arsenal í síðustu umferð. Getur liðið haldið áfram á sömu braut?
Tottenham heimsækir Fulham og þá mætast Englandsmeistarar Manchester City og öflugt lið Brighton.
Stórleikur helgarinnar er auðvitað leikur Liverpool og Newcastle í úrslitum enska deildabikarsins. Trent Alexander-Arnold, Conor Bradley og Joe Gomez verða ekki með Liverpool og þá vantar Lewis Hall, Sven Botman og Anthony Gordon í lið Newcastle.
Ekkert lið hefur unnið keppnina oftar en Liverpool eða tíu sinnum en Newcastle aldrei unnið hana. Newcastle hefur tvisvar komist í úrslit og nú síðast fyrir tveimur árum en þá tapaði það fyrir Manchester United.
Leikir helgarinnar:
Laugardagur:
15:00 Everton - West Ham
15:00 Ipswich Town - Nott. Forest
15:00 Man City - Brighton
15:00 Southampton - Wolves
17:30 Bournemouth - Brentford
Sunnudagur:
13:30 Arsenal - Chelsea
13:30 Fulham - Tottenham
19:00 Leicester - Man Utd
Úrslit deildabikarsins:
16:30 Liverpool - Newcastle
Stöðutaflan
England
Premier league - karlar

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | Liverpool | 35 | 25 | 7 | 3 | 81 | 35 | +46 | 82 |
2 | Arsenal | 35 | 18 | 13 | 4 | 64 | 31 | +33 | 67 |
3 | Man City | 35 | 19 | 7 | 9 | 67 | 43 | +24 | 64 |
4 | Newcastle | 35 | 19 | 6 | 10 | 66 | 45 | +21 | 63 |
5 | Chelsea | 35 | 18 | 9 | 8 | 62 | 41 | +21 | 63 |
6 | Nott. Forest | 35 | 18 | 7 | 10 | 54 | 42 | +12 | 61 |
7 | Aston Villa | 35 | 17 | 9 | 9 | 55 | 49 | +6 | 60 |
8 | Bournemouth | 35 | 14 | 11 | 10 | 55 | 42 | +13 | 53 |
9 | Brentford | 35 | 15 | 7 | 13 | 62 | 53 | +9 | 52 |
10 | Brighton | 35 | 13 | 13 | 9 | 57 | 56 | +1 | 52 |
11 | Fulham | 35 | 14 | 9 | 12 | 50 | 47 | +3 | 51 |
12 | Crystal Palace | 35 | 11 | 13 | 11 | 44 | 48 | -4 | 46 |
13 | Wolves | 35 | 12 | 5 | 18 | 51 | 62 | -11 | 41 |
14 | Everton | 35 | 8 | 15 | 12 | 36 | 43 | -7 | 39 |
15 | Man Utd | 35 | 10 | 9 | 16 | 42 | 51 | -9 | 39 |
16 | Tottenham | 35 | 11 | 5 | 19 | 63 | 57 | +6 | 38 |
17 | West Ham | 35 | 9 | 10 | 16 | 40 | 59 | -19 | 37 |
18 | Ipswich Town | 35 | 4 | 10 | 21 | 35 | 76 | -41 | 22 |
19 | Leicester | 35 | 5 | 6 | 24 | 29 | 76 | -47 | 21 |
20 | Southampton | 35 | 2 | 5 | 28 | 25 | 82 | -57 | 11 |
Athugasemdir