Real Madrid vill Enzo og Huijsen - Liverpool, Arsenal og Man Utd hafa áhuga á Gibbs-White - Sane orðaður við Liverpool
   fös 14. mars 2025 22:13
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ronaldo, Mane og Duran skoruðu í sigri Al-Nassr
Mynd: EPA
Stjörnurnar í liði Al-Nassr sáu um markaskorunina þegar liðið lagði Al-Kholood í sádí arabísku deildinni í kvöld.

Cristiano Ronaldo kom liðinu yfir snemma leiks þegar hann skoraði eftir að boltinn brast til hans inn á teignum. Sadio Mane bætti við öðru markinu eftir vel útfærða hraða sókn.

Jhon Duran innsiglaði sigurinn með marki undir lok fyrri hálfleiks en Al-Kholood náði að klóra í bakkann í seinni hálfleik. 3-1 lokatölur.

Al-Nassr komst upp í 3. sæti deildarinnar með 51 stig en liðið er með jafn mörg stig og Al-Qadsiah sem tapaði gegn Damac í kvöld.
Athugasemdir
banner
banner