Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
banner
   sun 14. apríl 2024 23:02
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Theodór með stuðningsmönnum eftir leik.
Theodór með stuðningsmönnum eftir leik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Myndirnar af vítaspyrnuatvikinu má sjá hér að neðan.
Myndirnar af vítaspyrnuatvikinu má sjá hér að neðan.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Theodór Ingi Óskarsson lék sinn fyrsta leik í efstu deild í dag þegar hann kom inn á í lið Fylkis gegn Val í Bestu deild karla. Theodór ræddi við Fótbolta.net eftir leikinn.

Lestu um leikinn: Fylkir 0 -  0 Valur

„Ég var mjög stressaður, fullt af stuðningsmönnum í stúkunni, fullt af vinum. Þetta var bara spennandi, alltaf gaman að fá mínúturk, koma inná á móti mögulega verðandi meisturum og þakklátur að fá traustið."

„Skilaboðin voru að sinna fyrst og fremst góðum varnarleik og síðan fékk ég þau skilaboð að ég ætti að skora, en það gekk ekki í þetta skiptið. Góður varnarleikur var númer 1, 2 og 3."


Fylkismenn vildu fá vítaspyrnu í lokin. Hvernig upplifði Theodór atvikið í uppbótartímanum?

„Ég fann fyrir snertingu og ég lét mig detta. Ég held þetta hafi bara verið vítaspyrna. Þetta var snerting, hann tekur í mig. Ég var svekktur að fá ekki flautið, viðurkenni það."

Hvernig er að hafa upplifað þennan fyrsta leik?

„Þetta er rosaleg upplifun. Stuðningsmennirnir voru frábærir í kvöld, mikið hrós til þeirra, liðið var frábært og við spiluðum frábæran varnarleik. Það var frábært að fá taustið."

„Markmiðið í sumar er að koma sér í hópinn, æfa vel í sumar. Markmiðið hjá liðinu er mögulega að ná topp sex, það er háleitt markmið."


Fáránlega góður hópur
Það eru margir uppaldir leikmenn í Fylki. Er ekki góð stemning í hópnum?

„Fáránlega góð stemning og fáránlega góður hópur. Við erum búnir að fá inn mjög marga leikmenn sem hafa komið vel inn í hópinn. Dóri (Halldór Jón), Matti (Matthias Præst) og fullt af öðrum leikmönnum. Ég er bara mjög bjartsýnn," sagði Theodór að lokum.
Athugasemdir
banner