Van Dijk íhugaði Real - Anderson til í að fara til United - Sancho má fara frítt - Real ætlar að selja Vinicius
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
   sun 14. apríl 2024 23:02
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Theodór með stuðningsmönnum eftir leik.
Theodór með stuðningsmönnum eftir leik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Myndirnar af vítaspyrnuatvikinu má sjá hér að neðan.
Myndirnar af vítaspyrnuatvikinu má sjá hér að neðan.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Theodór Ingi Óskarsson lék sinn fyrsta leik í efstu deild í dag þegar hann kom inn á í lið Fylkis gegn Val í Bestu deild karla. Theodór ræddi við Fótbolta.net eftir leikinn.

Lestu um leikinn: Fylkir 0 -  0 Valur

„Ég var mjög stressaður, fullt af stuðningsmönnum í stúkunni, fullt af vinum. Þetta var bara spennandi, alltaf gaman að fá mínúturk, koma inná á móti mögulega verðandi meisturum og þakklátur að fá traustið."

„Skilaboðin voru að sinna fyrst og fremst góðum varnarleik og síðan fékk ég þau skilaboð að ég ætti að skora, en það gekk ekki í þetta skiptið. Góður varnarleikur var númer 1, 2 og 3."


Fylkismenn vildu fá vítaspyrnu í lokin. Hvernig upplifði Theodór atvikið í uppbótartímanum?

„Ég fann fyrir snertingu og ég lét mig detta. Ég held þetta hafi bara verið vítaspyrna. Þetta var snerting, hann tekur í mig. Ég var svekktur að fá ekki flautið, viðurkenni það."

Hvernig er að hafa upplifað þennan fyrsta leik?

„Þetta er rosaleg upplifun. Stuðningsmennirnir voru frábærir í kvöld, mikið hrós til þeirra, liðið var frábært og við spiluðum frábæran varnarleik. Það var frábært að fá taustið."

„Markmiðið í sumar er að koma sér í hópinn, æfa vel í sumar. Markmiðið hjá liðinu er mögulega að ná topp sex, það er háleitt markmið."


Fáránlega góður hópur
Það eru margir uppaldir leikmenn í Fylki. Er ekki góð stemning í hópnum?

„Fáránlega góð stemning og fáránlega góður hópur. Við erum búnir að fá inn mjög marga leikmenn sem hafa komið vel inn í hópinn. Dóri (Halldór Jón), Matti (Matthias Præst) og fullt af öðrum leikmönnum. Ég er bara mjög bjartsýnn," sagði Theodór að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner