Rodrygo orðaður við Liverpool - Mörg félög í Sádi-Arabíu vilja Casemiro - Dortmund hefur áhuga á Greenwood
Aftur í landsliðinu eftir langa fjarveru - „Þetta voru tvær aðgerðir í einni"
Ingibjörg segir skilið við Duisburg - „Þetta voru frekar langar vikur"
Lífið áfram gott í Lilleström - „Höfum fengið allt eins og venjulega"
Valið kom Kötlu ekki á óvart - „Ég var að bíða eftir þessu símtali"
Útskýrir af hverju hún valdi Ísland - „Brosti bara í bílnum"
Borgaði sjálfur fyrir Airbnb á Íslandi - „Það endaði með samningi"
Nokkrum kílóum léttari eftir langþráðan sigur - „Þá er bara spurning hvort við séum menn eða mýs“
Ómar um Zidane-snúninginn: Mistök sem hann gerir ekki aftur
Rúnar Páll: Öll lið þurfa svoleiðis leikmenn
Hemmi Hreiðars: Ekkert mikið meira sem við getum gert
Gunnar Heiðar: Sérstakt að mæta vinum mínum
Áttu Blikar að fá víti? - „Fann vel fyrir því að hann steig á mig“
Rúnar Kristins: Engin skömm að tapa fyrir Breiðabliki
Eyjó Héðins: Frábær kvöldstund fyrir okkur Kópavogsbúa
Haddi: Sanngjarn stór sigur hjá Stjörnunni
Jökull: Við vildum koma inn af krafti
14 ára spilar sinn fyrsta leik „Takk Jökull fyrir tækifærið"
Heimir: Vonbrigði að fá ekki meira út úr leiknum
Addi Grétars: Með ólíkindum að Gylfi hafi ekki séð það
Sindri: Viðurkenni að ég beið smá eftir flautinu og ánægjulegt að það kom ekki
   sun 14. apríl 2024 23:02
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Theodór með stuðningsmönnum eftir leik.
Theodór með stuðningsmönnum eftir leik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Myndirnar af vítaspyrnuatvikinu má sjá hér að neðan.
Myndirnar af vítaspyrnuatvikinu má sjá hér að neðan.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Theodór Ingi Óskarsson lék sinn fyrsta leik í efstu deild í dag þegar hann kom inn á í lið Fylkis gegn Val í Bestu deild karla. Theodór ræddi við Fótbolta.net eftir leikinn.

Lestu um leikinn: Fylkir 0 -  0 Valur

„Ég var mjög stressaður, fullt af stuðningsmönnum í stúkunni, fullt af vinum. Þetta var bara spennandi, alltaf gaman að fá mínúturk, koma inná á móti mögulega verðandi meisturum og þakklátur að fá traustið."

„Skilaboðin voru að sinna fyrst og fremst góðum varnarleik og síðan fékk ég þau skilaboð að ég ætti að skora, en það gekk ekki í þetta skiptið. Góður varnarleikur var númer 1, 2 og 3."


Fylkismenn vildu fá vítaspyrnu í lokin. Hvernig upplifði Theodór atvikið í uppbótartímanum?

„Ég fann fyrir snertingu og ég lét mig detta. Ég held þetta hafi bara verið vítaspyrna. Þetta var snerting, hann tekur í mig. Ég var svekktur að fá ekki flautið, viðurkenni það."

Hvernig er að hafa upplifað þennan fyrsta leik?

„Þetta er rosaleg upplifun. Stuðningsmennirnir voru frábærir í kvöld, mikið hrós til þeirra, liðið var frábært og við spiluðum frábæran varnarleik. Það var frábært að fá taustið."

„Markmiðið í sumar er að koma sér í hópinn, æfa vel í sumar. Markmiðið hjá liðinu er mögulega að ná topp sex, það er háleitt markmið."


Fáránlega góður hópur
Það eru margir uppaldir leikmenn í Fylki. Er ekki góð stemning í hópnum?

„Fáránlega góð stemning og fáránlega góður hópur. Við erum búnir að fá inn mjög marga leikmenn sem hafa komið vel inn í hópinn. Dóri (Halldór Jón), Matti (Matthias Præst) og fullt af öðrum leikmönnum. Ég er bara mjög bjartsýnn," sagði Theodór að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner