Fram kom í útvarpsþættinum Fótbolti.net síðastliðinn laugardag að KA hefði verið nálægt því að landa Asier Illaramendi, fyrrum miðjumanni Real Madrid og Real Sociedad.
Illaramendi er 35 ára miðjumaður og lék þrjá landsleiki fyrir Spán 2017 eftir að hafa leikið fyrir öll yngri landslið þjóðarinnar. Real Madrid keypti hann fyrir 32,2 milljónir evra 2013. Hann á Meistaradeildartitil á ferilskrá sinni.
Illaramendi er 35 ára miðjumaður og lék þrjá landsleiki fyrir Spán 2017 eftir að hafa leikið fyrir öll yngri landslið þjóðarinnar. Real Madrid keypti hann fyrir 32,2 milljónir evra 2013. Hann á Meistaradeildartitil á ferilskrá sinni.
Fram kom í útvarpsþættinum að KA hafi verið gríðarlega nálægt því að krækja í kappann en á endanum sigldu viðræður í strand. Hann lék síðast með Dallas í MLS-deildinni.
„Ég er enn spenntur fyrir því að spila fótbolta," sagði Illaramendi nýverið við Marca. „Ég er að bíða eftir því að eitthvað spennandi komi upp."
Hann sagði í viðtalinu að hann hefði fengið tilboð frá Rússlandi en það hafi ekki heillað hann.
„Það er ekki góð staða þar. Ég hef líka spilað gegn þessu liði og stuðningsmennirnir heilluðu mig ekki," sagði Illaramendi um tilboðið frá Rússlandi.
Illaramendi er að leita að einhverju spennandi og langar helst að spila á einhverjum framandi stað. Það má áætla að honum hafi þótt Ísland framandi staður en hann náði samkomulagi við KA. Hann segist spenntur fyrir þeim möguleika að fara kannski til Asíu.
Athugasemdir