Inter Miami vill De Bruyne - Al-Nassr hefur áhuga á Díaz - Everton blandar sér í baráttu um Delap
   sun 13. apríl 2025 14:56
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
KA var nálægt því að landa fyrrum leikmanni Real Madrid
Asier Illarramendi í leik með Real Madrid.
Asier Illarramendi í leik með Real Madrid.
Mynd: Ivan
KA er að vinna að því að styrkja sig áður en glugganum verður lokað um mánaðamótin og var nálægt því að landa þekktu nafni úr spænska boltanum.

Fram kom í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977 að Akureyringar hafi verið langt komnir í viðræðum við Asier Illarramendi.

Margir lesendur þekkja umræddan leikmann en hann hefur verið hjá Real Sociedad, uppeldisfélagi sínu, stærstan hluta síns ferils en er án félags eftir að hafa yfirgefið MLS-deildarfélagið FC Dallas á síðasta ári.

Illaramendi er 35 ára miðjumaður og lék þrjá landsleiki fyrir Spán 2017 eftir að hafa leikið fyrir öll yngri landslið þjóðarinnar. Real Madrid keypti hann fyrir 32,2 milljónir evra 2013. Hann á Meistaradeildartitil á ferilskrá sinni.

Fram kom í útvarpsþættinum að KA hafi verið gríðarlega nálægt því að krækja í kappann en á endanum sigldu viðræður í strand.

Eins og Fótbolti.net hefur fjallað um er KA að vinna að því að landa Marcel Römer, fyrirliða Lyngby.

KA, sem gerði 2-2 jafntefli við KR í fyrstu umferð Bestu deildarinnar, mætir Víkingi á Víkingsvelli í kvöld. Þetta eru liðin sem léku til úrslita í Mjólkurbikarnum í fyrra en þar hafði KA betur.
Útvarpsþátturinn - Nýr formaður KR og meðbyrinn í Vesturbænum
Athugasemdir
banner
banner