Lækka verðmiðann á Garnacho - Arsenal hefur áhuga á Coman - Frankfurt setur verðmiða á Ekitike
   mán 14. apríl 2025 12:50
Elvar Geir Magnússon
Stjóri Úlfanna fagnaði aftur á barnum
Fyrst punktar, svo púbbar.
Fyrst punktar, svo púbbar.
Mynd: Samsett
Vitor Pereira er maður fólksins.
Vitor Pereira er maður fólksins.
Mynd: EPA
Vitor Pereira, stjóri Wolves, hefur aukið vinsældir sínar meðal stuðningsmanna með því að fagna síðustu sigrum liðsins á Wetherspoons bar í Wolverhampton.

Undir stjórn Pereira hefur Wolves tengt saman fjóra sigurleiki í röð í ensku úrvalsdeildinni sem er lengsta sigurganga liðsins í efstu deild í 53 ár.

Úlfarnir hafa lyft sér upp í sextánda sæti undir stjórn Portúgalans.

Eftir sigur gegn Tottenham í gær fór Pereira og fagnaði með stuðningsmönnum á barnum. Hann fékk mörg faðmlög og hikaði ekki við að gefa af sér og sitja fyrir á bolamyndum.

Þetta var ekki í fyrsta sinn sem hann sést á þessum bar eftir sigurleiki og vakti athygli þegar hann mætti með allt starfslið sitt á barinn um jólin.

„Ég er ekki hrifinn af því að hanga heima hjá mér. Á barnum get ég fengið mér böku og einn kaldan með," sagði Pereira eftir leik fyrr á tímabilinu.




Athugasemdir