
„Við vorum miklu betri og áttum þetta miklu meira skilið en þær. Þær fengu varla færi," sagði Ruth Þórðar Þórðardóttir leikmaður Fylkis eftir 2-0 sigur liðsins á Selfossi í Pepsi-deild kvenna í dag.
Lestu um leikinn: Fylkir 2 - 0 Selfoss
Fylki er spáð 5. sætinu í deildinni í sumar en stefnan er sett ofar í Árbænum.
„Við stefnum eins hátt og við getum. Við ætlum að vinna alla leikina og stefna á toppinn."
Ruth mætti með skilti í viðtalið sem hún fékk að gjöf eftir leikinn.
„Ég er vinsælust í þessu liði. Stelpurnar sem ég gerði og Steinarr gerðu þetta," sagði Ruth.
Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir