Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 14. maí 2019 19:46
Ívan Guðjón Baldursson
Gary Martin segist ekki vera á förum frá Val
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Framtíð Gary Martin hefur verið mikið í umræðunni eftir að Ólafur Jóhannesson þjálfari Vals sagðist vilja losna við leikmanninn.

Ólafur telur Gary ekki henta fyrir leikstíl Vals og sagði hann í viðtali við 433.is í morgun að hann væri búinn að segja Gary að finna sér nýtt félag.

Íþróttafréttirnar á RÚV fjölluðu um málið fyrr í kvöld og hafði Haukur Harðarson íþróttafréttamaður nýjar upplýsingar.

„Í samtali við Gary Martin núna rétt áðan sagði hann að hann væri ekki á förum frá Val. Hann var á fundi og æfingu með Valsmönnum núna síðdegis og samkvæmt þeim fréttum er hann ekki að fara neitt," sagði Haukur.

Íslenski félagsskiptaglugginn lokar á miðvikudaginn.
Athugasemdir
banner
banner
banner