Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   þri 14. maí 2019 09:50
Elvar Geir Magnússon
Real Madrid býður Tottenham að fá Bale
Powerade
Hazard og Real Madrid í slúðurpakkanum. Engin haka í gólf!
Hazard og Real Madrid í slúðurpakkanum. Engin haka í gólf!
Mynd: Getty Images
Koulibaly.
Koulibaly.
Mynd: Getty Images
Hazard, Bale, Isco, Loftus-Cheek, Griezmann, Özil, Sessegnon, Koulibaly og fleiri í slúðurpakkanum í dag. Hatrið mun sigra.

Belgíski landsliðsmaðurinn Eden Hazard (28) mun ganga frá skiptum sínum frá Chelsea til Real Madrid eftir úrslitaleik Evrópudeildarinnar. (L'Equipe)

Real Madrid hefur boðið Tottenham tækifæri til að fá Gareth Bale (29) lánaðan fyrir 10 milljónir punda. Spænska félagið vill einnig að Tottenham sjái um að greiða helming launa framherjans. (Sun)

Paris St-Germain hefur áhuga á þremur leikmönnum Real Madrid: Bale, spænska miðjumanninum Isco (27) og þýska miðjumanninum Toni Kroos (29). (Le Parisien)

Manchester City býr sig undir að eyða 200 milljónum punda í sumar af ótta við að kaupbann bíði félagsins. (Mail)

Enski miðjumaðurinn Ruben Loftus-Cheek (23) mun aðeins skrifa undir nýjan samning við Chelsea ef hann er sannfærður um að fá sæti í liðinu. (Sun)

Atletico Madrid mun funda með franska sóknarleikmanninum Antoine Griezmann (28) í þessari viku. Félagið óttast að Griezmann hafi þegar samþykkt að ganga í raðir Barcelona. (Cadena Ser)

Tottenham er að ganga frá 25 milljóna punda kaupum á Ryan Sessegnon (18), vinstri bakverði Fulham. (Mail)

Jan Vertonghen (32), varnarmaður Tottenham og Belgíu, er bjartsýnn á að hann verði klár fyrir úrslitaleik Meistaradeildarinnar þann 1. júní. Tottenham mætir Liverpool. (Guardian)

Manchester United er með senegalska miðvörðinn Kalidou Koulibaly (27) hjá Napoli efstan á óskalista sumarsins. (Mirror)

United er einnig tilbúið að eyða 45 milljónum punda í vængmanninn Nicolas Pepe (23) hjá Lille. (Mirror)

Jonjo Shelvey (27), miðjumaður Newcastle og Englands, íhugar að skipta um félag. (Chronicle)

Brendan Rodgers, stjóri Leicester, hefur sagt félaginu að bregðast snöggt við til að ganga frá kaupum á belgíska miðjumanninum Youri Tielemans (22) frá Mónakó. (Star)

Leikmenn Leicester hafa verið að segja Tielemans hversu mikið þeir vilja að hann verði áfram, í þeirri von að hann komi alfarið. (Leicester Mercury)

Lyon hefur hafnað tilboði frá Manchester City í franska miðjumanninn Tanguy Ndombele (22). (Le 10 Sport)

Framkvæmdastjóri RB Leipzig segir að Liverpool gæti enn keypt Timo Werner (23) þar sem félagið hafi enn ekki rætt við Bayern München. (Bulinews)

Barcelona býst við að fá tilboð frá Chelsea í Philippe Coutinho (26) ef kaupbanni Lundúnafélagsins er frestað. (Goal)

Mesut Özil (30) segist ekki hafa í hyggju að yfirgefa Arsenal. (Dazn Dach, via Mirror)

Arsenal hefur fengið tækifæri til að kaupa portúgalska miðjumanninn Joao Mario (26) frá Inter á 15 milljónir punda. (Mail)

Marco Silva hefur látið Everton vita að það sé forgangsatriði að félagið fái til sín Kurt Zouma (24) og portúgalska miðjumanninn Andre Gomes (25) sem hafa verið á láni frá Chelsea og Barcelona. (Liverpool Echo)

Tony Pulis, stjóri Middlesbrough, fundar með stjórninni um framtíð sína. (Times)

Real Madrid hefur tilkynnt markverðinum Keylor Navas (32) það að hann sé ekki í áætlunum næsta tímabils. (Marca)

Króatíski varnarmaðurinn Filip Benkovic (21) hjá Leicester er opinn fyrir því að fara aftur á lán til Skotlandsmeistara Celtic.(Leicester Mercury)
Athugasemdir
banner
banner
banner