fös 14. júní 2019 19:05
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Minnast þess þegar Ísland lék sinn fyrsta leik á stórmóti
Icelandair
Ísland spilaði við Portúgal í St. Etienne í Frakklandi.
Ísland spilaði við Portúgal í St. Etienne í Frakklandi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íþróttafjölmiðillinn Bleacher Report sem er með 1,1 milljón fylgjenda á Twitter og enn fleiri fylgjendur á Instagram minnist þess í dag á samfélagsmiðlum að það séu þrjú ár síðan að Ísland lék sinn fyrsta leik á stórmóti karla í fótbolta.

Ísland mætti Portúgal á EM í Frakklandi þann 14. júní árið 2016.

Þetta er mjög eftirminnilegur leikur. Nani kom Portúgal yfir og Birkir Bjarnason jafnaði fyrir Ísland. Eftir leikinn var það helst að frétta hvað Cristiano Ronaldo var pirraður.

Sjá einnig:
EM: Ísland komið á heimskortið (Staðfest)

„Á þessum degi árið 2016, Ísland spilaði sinn fyrsta leik á EM 2016 og heimurinn kynntist víkingaklappinu," segir Bleacher Report.




Athugasemdir
banner
banner