„Bara góður leikur hjá stelpunum. Góður solid sigur in the end. Auðvitað erfiður leikur, hörkuleikur." sagði Ásmundur Arnarsson eftir 0-3 á Þrótti í Bestu-deild kvenna í kvöld.
Lestu um leikinn: Þróttur R. 0 - 3 Breiðablik
„Ánægður að komast í 1-0 á þeim tíma sem við gerðum það og halda nokkurn veginn Þrótturunum í skefjum. Þær sköpuðu sér ekki mikið á móti okkur, þannig mjög ánægður með það. Svo var þetta allt í járnum og það er nú svona gamewinner varsla hjá Telmu í stöðunni 1-0 fyrir okkur þegar þær komast í gegn í hörkufæri og hún kemur frábærlega út og lokar. Þá einhvern veginn var maður aðeins rólegri og liðið kom líka í framhaldinu og kláraði með tveimur góðum mörkum."
Gefur staðan rétta mynd af leiknum?
„Það er bara frábær spurning, já ég myndi segja það. Ég held við hefðum alveg getað skorað fleiri mörk fyrir þannig að ég held að þetta gefi þokkalega mynd."
Í lokin var Ási spurður út í EM-hópinn og hafði hann þetta að segja:
„EM hópurinn er held ég bara svona tiltölulega eðlilegur miðað við forsendur og hvernig þetta spilast allt saman. Það er auðvitað alltaf hægt að diskutera einhver 2-3 sæti til eða frá en á endanum er einn maður sem ræður og við verðum að virða þá ákvörðun og standa þétt við bakið á stelpunum fyrir EM."
Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan
Athugasemdir