Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
Vill breyta fyrirkomulaginu - „Höfum þetta eins og Bestu deildina“
Dragan brjálaður: Fokking pirrandi
„Við þurfum að hækka rána í frammistöðunni okkar“
Gunnar: Súrt að tapa á svona skítamarki
Chris Brazell: Ég er alls ekki aðal maðurinn á bakvið þennan sigur
Magnús Már: Það hellirignir
Haraldur Freyr: Við sigldum þessu heim
Elvis: Skotland öðruvísi en Vestmannaeyjar
Þjálfari St. Mirren: Fyrsti leikurinn á tímabilinu
Gummi Kristjáns: Við viljum bara meira
Haraldur Árni: Ég veit ekkert hvað hann er að gera hérna í dag
„Mér var bara orðið illt í maganum þegar þeir voru að taka þessar aukaspyrnur í kringum teiginn“
Árni: Gott fyrir klúbbinn að taka Breiðholtsslaginn
Jökull Elísabetar: Glórulaust en þýðir ekkert að væla yfir því
Dóri Árna: Það er eitt að sjá þá á videoum og annað að máta sig gegn þeim
Gunnar Heiðar í banni í Þjóðhátíðarleiknum: Fyrsta rauða spjaldið mitt á ævinni
Óli Hrannar: Við þurfum að spýta í lófana til þess að geta farið að sækja sigra aftur
Venni: Held það sé hræðilegt að tippa á þessa deild
Höskuldur: Ætlum okkur að kasta öllu fram til þess að fara áfram
Arnar Gunnlaugs: Verður bara að reyna að krafla þig úr þessari holu
   þri 14. júní 2022 23:38
Ingi Snær Karlsson
Ási Arnars: 'Gamewinner' varsla hjá Telmu í stöðunni 1-0
Ásmundur Arnarsson, þjálfari Breiðabliks
Ásmundur Arnarsson, þjálfari Breiðabliks
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Bara góður leikur hjá stelpunum. Góður solid sigur in the end. Auðvitað erfiður leikur, hörkuleikur." sagði Ásmundur Arnarsson eftir 0-3 á Þrótti í Bestu-deild kvenna í kvöld.

Lestu um leikinn: Þróttur R. 0 -  3 Breiðablik

„Ánægður að komast í 1-0 á þeim tíma sem við gerðum það og halda nokkurn veginn Þrótturunum í skefjum. Þær sköpuðu sér ekki mikið á móti okkur, þannig mjög ánægður með það. Svo var þetta allt í járnum og það er nú svona gamewinner varsla hjá Telmu í stöðunni 1-0 fyrir okkur þegar þær komast í gegn í hörkufæri og hún kemur frábærlega út og lokar. Þá einhvern veginn var maður aðeins rólegri og liðið kom líka í framhaldinu og kláraði með tveimur góðum mörkum."

Gefur staðan rétta mynd af leiknum?

„Það er bara frábær spurning, já ég myndi segja það. Ég held við hefðum alveg getað skorað fleiri mörk fyrir þannig að ég held að þetta gefi þokkalega mynd."

Í lokin var Ási spurður út í EM-hópinn og hafði hann þetta að segja:

„EM hópurinn er held ég bara svona tiltölulega eðlilegur miðað við forsendur og hvernig þetta spilast allt saman. Það er auðvitað alltaf hægt að diskutera einhver 2-3 sæti til eða frá en á endanum er einn maður sem ræður og við verðum að virða þá ákvörðun og standa þétt við bakið á stelpunum fyrir EM."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan
Athugasemdir
banner
banner