Diaz, Salah, Gallagher, Jorginho, Greenwood, Cancelo og fleiri góðir í slúðri dagsins
Á leið í fimmta tímabilið á Íslandi - „Ánægður að þeir völdu mig"
Sjáðu þrumuræðu Þorvalds Örlygssonar sem tryggði honum formannsembættið
Ingibjörg: Hafði alltaf trú
Telma: Vissi að við kæmum brjálaðar til baka
Sveindís: Lofaði að bæta upp fyrir það og fannst ég gera það
Glódís: Við sem leikmenn, þjóðin og KSÍ þurfum öll að stíga upp
„Búin að fá einhverja Twitter-kalla á sig en gerir okkur að sterkara liði"
Steini: Allt í lagi á meðan maður fær ekki slag
Alexandra í skýjunum: Það væri galið að setja hann ekki í svæðið
Hildur: Í augnablikinu vissi ég ekki að það kæmi mark úr því
Fyrsta landsliðsmarkið kom á besta tíma - „Ólýsanleg tilfinning"
Gunnhildur: Ætlað mér að vera styrktarþjálfari í svona tíu ár
Sædís: Þurfum að vera rólegri á boltanum og þora
Hefði frekar verið til í Valsvöllinn - „Eitthvað sem ég þarf að laga fyrir næsta leik"
Guðrún: Það voru Blikalög í rútunni á leiðinni og allir pepp
Alexandra: Er svo hógvær að ég segi að þetta sé sjálfsmark
Máni efstur í kosningu til stjórnar KSÍ
Þrumuræða Þorvaldar gerði útslagið: Fyrst og fremst tilfinningar frá mér
Sveindís beðið lengi - „Erfitt að segja hvenær maður kæmist aftur í fótbolta"
Steini: Svona atriði sem skipta gríðarlega miklu máli
banner
   þri 14. júní 2022 23:38
Ingi Snær Karlsson
Ási Arnars: 'Gamewinner' varsla hjá Telmu í stöðunni 1-0
Ásmundur Arnarsson, þjálfari Breiðabliks
Ásmundur Arnarsson, þjálfari Breiðabliks
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Bara góður leikur hjá stelpunum. Góður solid sigur in the end. Auðvitað erfiður leikur, hörkuleikur." sagði Ásmundur Arnarsson eftir 0-3 á Þrótti í Bestu-deild kvenna í kvöld.

Lestu um leikinn: Þróttur R. 0 -  3 Breiðablik

„Ánægður að komast í 1-0 á þeim tíma sem við gerðum það og halda nokkurn veginn Þrótturunum í skefjum. Þær sköpuðu sér ekki mikið á móti okkur, þannig mjög ánægður með það. Svo var þetta allt í járnum og það er nú svona gamewinner varsla hjá Telmu í stöðunni 1-0 fyrir okkur þegar þær komast í gegn í hörkufæri og hún kemur frábærlega út og lokar. Þá einhvern veginn var maður aðeins rólegri og liðið kom líka í framhaldinu og kláraði með tveimur góðum mörkum."

Gefur staðan rétta mynd af leiknum?

„Það er bara frábær spurning, já ég myndi segja það. Ég held við hefðum alveg getað skorað fleiri mörk fyrir þannig að ég held að þetta gefi þokkalega mynd."

Í lokin var Ási spurður út í EM-hópinn og hafði hann þetta að segja:

„EM hópurinn er held ég bara svona tiltölulega eðlilegur miðað við forsendur og hvernig þetta spilast allt saman. Það er auðvitað alltaf hægt að diskutera einhver 2-3 sæti til eða frá en á endanum er einn maður sem ræður og við verðum að virða þá ákvörðun og standa þétt við bakið á stelpunum fyrir EM."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner