Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
   þri 14. júní 2022 23:38
Ingi Snær Karlsson
Ási Arnars: 'Gamewinner' varsla hjá Telmu í stöðunni 1-0
Ásmundur Arnarsson, þjálfari Breiðabliks
Ásmundur Arnarsson, þjálfari Breiðabliks
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Bara góður leikur hjá stelpunum. Góður solid sigur in the end. Auðvitað erfiður leikur, hörkuleikur." sagði Ásmundur Arnarsson eftir 0-3 á Þrótti í Bestu-deild kvenna í kvöld.

Lestu um leikinn: Þróttur R. 0 -  3 Breiðablik

„Ánægður að komast í 1-0 á þeim tíma sem við gerðum það og halda nokkurn veginn Þrótturunum í skefjum. Þær sköpuðu sér ekki mikið á móti okkur, þannig mjög ánægður með það. Svo var þetta allt í járnum og það er nú svona gamewinner varsla hjá Telmu í stöðunni 1-0 fyrir okkur þegar þær komast í gegn í hörkufæri og hún kemur frábærlega út og lokar. Þá einhvern veginn var maður aðeins rólegri og liðið kom líka í framhaldinu og kláraði með tveimur góðum mörkum."

Gefur staðan rétta mynd af leiknum?

„Það er bara frábær spurning, já ég myndi segja það. Ég held við hefðum alveg getað skorað fleiri mörk fyrir þannig að ég held að þetta gefi þokkalega mynd."

Í lokin var Ási spurður út í EM-hópinn og hafði hann þetta að segja:

„EM hópurinn er held ég bara svona tiltölulega eðlilegur miðað við forsendur og hvernig þetta spilast allt saman. Það er auðvitað alltaf hægt að diskutera einhver 2-3 sæti til eða frá en á endanum er einn maður sem ræður og við verðum að virða þá ákvörðun og standa þétt við bakið á stelpunum fyrir EM."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan
Athugasemdir
banner
banner
banner