Lewis-Skelly á blaði fjögurra félaga - Mörg stórlið vilja ungstirni Hertha Berlin - Casemiro gæti fengið nýjan samning - Toney til Englands?
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
Alli Jói: Ég lít á þetta sem skref upp á við
Jói Berg var ekki sáttur með ákvörðun Arnars: Gríðarlega svekkjandi
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
banner
   þri 14. júní 2022 23:38
Ingi Snær Karlsson
Ási Arnars: 'Gamewinner' varsla hjá Telmu í stöðunni 1-0
Kvenaboltinn
Ásmundur Arnarsson, þjálfari Breiðabliks
Ásmundur Arnarsson, þjálfari Breiðabliks
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Bara góður leikur hjá stelpunum. Góður solid sigur in the end. Auðvitað erfiður leikur, hörkuleikur." sagði Ásmundur Arnarsson eftir 0-3 á Þrótti í Bestu-deild kvenna í kvöld.

Lestu um leikinn: Þróttur R. 0 -  3 Breiðablik

„Ánægður að komast í 1-0 á þeim tíma sem við gerðum það og halda nokkurn veginn Þrótturunum í skefjum. Þær sköpuðu sér ekki mikið á móti okkur, þannig mjög ánægður með það. Svo var þetta allt í járnum og það er nú svona gamewinner varsla hjá Telmu í stöðunni 1-0 fyrir okkur þegar þær komast í gegn í hörkufæri og hún kemur frábærlega út og lokar. Þá einhvern veginn var maður aðeins rólegri og liðið kom líka í framhaldinu og kláraði með tveimur góðum mörkum."

Gefur staðan rétta mynd af leiknum?

„Það er bara frábær spurning, já ég myndi segja það. Ég held við hefðum alveg getað skorað fleiri mörk fyrir þannig að ég held að þetta gefi þokkalega mynd."

Í lokin var Ási spurður út í EM-hópinn og hafði hann þetta að segja:

„EM hópurinn er held ég bara svona tiltölulega eðlilegur miðað við forsendur og hvernig þetta spilast allt saman. Það er auðvitað alltaf hægt að diskutera einhver 2-3 sæti til eða frá en á endanum er einn maður sem ræður og við verðum að virða þá ákvörðun og standa þétt við bakið á stelpunum fyrir EM."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan
Athugasemdir
banner
banner