West Ham í viðræðum um Kante - Tottenham hefur áhuga á miðjumanni Man Utd - Fulham vill Andre
   fös 14. júní 2024 09:30
Elvar Geir Magnússon
Olise eftirsóttur - Margir orðaðir við Man Utd
Powerade
Michael Olise, sóknarmaður Crystal Palace.
Michael Olise, sóknarmaður Crystal Palace.
Mynd: Getty Images
Van Dijk til Sádi-Arabíu?
Van Dijk til Sádi-Arabíu?
Mynd: Getty Images
Toney er meðal fjölmargra sem eru orðaðir við Manchester United.
Toney er meðal fjölmargra sem eru orðaðir við Manchester United.
Mynd: Getty Images
Til hamingju með daginn! EM fer í gang í kvöld þegar gestgjafar Þýskalands taka á móti Skotlandi. Flautað til leiks í München klukkan 19:00. En hér er slúðurpakkinn.

Newcastle United og Bayern München voru fyrstu félögin til að hafa samband við Crystal Palace þar sem þau vilja fá Michael Olise (22). (Athletic)

Chelsea var næst til að hafa samband við Palace varðandi Olise og gerði það í gær. (Mirror)

Talið er að Olise sé með 60 milljóna punda riftunarákvæði í samningi sínum við Crystal Palace sem Chelsea getur ekki virkjað, þar sem það á aðeins við um félög sem hafa komist í Meistaradeildina. (Times)

Enski U21 landsliðsmaðurinn Noni Madueke (22) er einnig á lista Newcastle sem ætlar að fá inn nýjan hægri kantmann í sumarglugganum. (i Sport)

Sádi-arabíska úrvalsdeildarliðið Al Nassr vill gera Virgil van Dijk (32), miðvörð Liverpool og Hollands, að launahæsta varnarmanni heims. (Marca)

Manchester United fylgist grannt með Matthijs de Ligt (24), hollenska miðverðinum hjá Bayern München. (Sky Sports Þýskalandi)

Manchester United ætlar að fá inn miðvörð og hefur möguleika á að fá franska varnarmanninn Jean-Clair Todibo (24) frá Nice. Félögin eru bæði í eigu Ineos. (Mail)

Hollenski framherjinn Joshua Zirkzee (23) hjá Bologna er einnig á radar Manchester United í sumar en enska félagið gæti fengið samkeppni frá AC Milan og Juventus á Ítalíu. (Telegraph)

Enski framherjinn Ivan Toney (28) hjá Brentford og kanadíski framherjinn Jonathan David (24) hjá Lille eru einnig á blaði Manchester United. (Independent)

Liverpool og Manchester United eru bæði að sækjast eftir Leny Yoro (18), frönskum miðverði Lille. Real Madrid hefur einnig áhuga. (Athletic)

Tottenham, Aston Villa og West Ham hafa áhuga á Tammy Abraham (26) framherja Roma og enska landsliðsins. (Telegraph)

Aston Villa vill fá 40 milljónir punda fyrir framherjann Jhon Duran (20) en Chelsea á í viðræðum um kaup á honum. Kólumbíumaðurinn hefur aðeins byrjað þrjá úrvalsdeildarleiki síðan hann gekk til liðs við Villa í janúar 2023. (Times)

Jose Mourinho, nýr stjóri Fenerbahce, vill fá danska miðjumanninn Pierre-Emile Höjbjerg (28) frá Tottenham. (Takvim)

West Ham og Leicester City hafa fundað með fulltrúum argentínska framherjan Matias Soule (21) í London. Soule er hjá Juventus. (Tuttosport)

Arsenal stendur frammi fyrir stórri hindrun í tilraunum sínum til að fá sænska framherjann Viktor Gyökeres (26). Verðmat portúgalska félagsins Sporting Lissabon er hærra en það sem Arsenal er tilbúið að borga. (Sun)

Brentford hafnar því að selja enska framherjann Ivan Toney (28) fyrir minna en 60 milljónir punda, þó þeir hafi áður metið hann á 80 milljónir punda. (Talksport)

Roberto de Zerbi, fyrrverandi stjóri Brighton, ætlar að samþykkja þriggja ára samning um að verða stjóri Marseille í Frakklandi. Brighton myndi fá 6 milljónir evra í bætur. (Fabrizio Romano)

Ensk úrvalsdeildarfélög fylgjast með Kevin Danso (25) miðverði Lens og Austurríkis. Rio Ferdinand hefur hvatt Manchester United til að kaupa hann. (i Sport)

Real Madrid mun reyna að fá vinstri bakvörðinn Alphonso Davies (23) frá Bayrn München eftir að spænsku Evrópumeistararnir tryggðu sér kaup á Kylian Mbappe (25). (ESPN)

Borussia Dortmund ætlar ekki að framlengja samning við þýska varnarmanninn Mats Hummels (35) og mun þessi reynslumikli leikmaður fara frá félaginu í sumar. (Sky Sports Þýskalandi)
Athugasemdir
banner