Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 14. júlí 2021 15:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Best í 10. umferð: Sólin skein í rigningunni á Selfossi
Barbára Sól Gísladóttir (Selfoss)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Barbára Sól Gísladóttir var best á vellinum þegar Selfoss lagði Keflavík í lokaleik tíundu umferðar Pepsi Max-deildarinnar.

Barbára lagði upp sigurmark leiksins fyrir Brennu Lovera í fyrri hálfleik. Leikruinn fór fram í vindi og rigningu.

„Barbára með flotta hreyfingu og kemur boltanum á Brennu sem setur hann í netið," skrifaði Logi Freyr Gissurarson þegar hann lýsti markinu á 42. mínútu leiksins í gær.

„Var mjög öflug í bakverðinum og fram á við og hljóp allan leikinn," skrifaði svo Logi í skýrslu sinni um leikinn.

Barbára var sókndjörf í leiknum og átti sennilega sinn besta leik í sumar. Hún var svo valin í úrvalslið umferðarinnar í fyrsta sinn í sumar. Barbára er tvítug og spilar oftast í bakverði.

Það vakti athygli að Barbára var ekki hluti af A-landsliðshópnum í júní en hún lék sína fyrstu tvo landsleiki í fyrra.

Domino's gefur verðlaun
Leikmaður umferðarinnar í Pepsi Max-deild kvenna fær verðlaun frá Domino's í sumar.

Bestar í sumar:
1. umferð - Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir
2. umferð - DB Pridham
3. umferð - Murielle Tiernan
4. umferð - Brenna Lovera
5. umferð - Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir
6. umferð - Aerial Chavarin
7. umferð - Arna Sif Ásgrímsdóttir
8. umferð - Elín Metta Jensen
9. umferð - Amber Kristin Michel
Athugasemdir
banner
banner
banner